Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 30
32
í kúastofninum en orðið er og liggja til þess eftirfarandi
ástæður:
1. Fóðurframleiðsla okkar er nær einvörðungu stráfóður.
Því þurfum við að rœkta upþ kúakyn, sem getur torgað
miklu af slíku fóðri og breylt því i verðmœtar afurðir. Dæmi
um slíkt kyn erlendis, er t. d. Kelamerkurkynið norska, sem
upphaflega var sniðið fyrir þarfir fjallbyggða og seljabú-
skapar þar í landi.
2. Vegna þess, hve lítinn gaum við höfum gefið þessum
eiginleika í kúakynbótum okkar, er hcett við, að hann hafi
úrkynjazt. Handhægt hefur verið að bæta þann áhalla, er
þannig hefur orðið, með kjarnfóðri. Ekki má þó álykta, að
stóraukin kjarnfóðurgjöf sé nema að litlu leyti þessu að
kenna. Þar koma auðvitað fyrst til greina stóraukin mjólk-
urafköst og að einhverju leyti röng notkun kjarnfóðursins.
3. Með tilkomu einnar kynbótastöðvar fyrir allt landið,
er nœr einnig til allra þeirra héraða, er að verulegu leyti
hafa hingað til staðið utan við kynbótastarfið, verðum við
að gera okkur nána grein fyrir því, hvaða eiginleika við telj-
um ceskilega hjá kúm okkar umfram það, sem hingað til hef-
ur verið keppt að, og sniða kynbótastarfið eftir þvi.