Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 93
95
2. Skýrsla stjórnarinnar:
a) Skýrsla formanns.
Formaður félagsins Steindór Steindórsson skólameistari
flutti skýrslu stjórnarinnar. Gerði hann m. a. grein fyrir
þeim samþykktum sem gerðar voru á síðasta aðalfundi, og
hvað að þeim hefði verið unnið. í tilefni af samþykkt varð-
andi fiskirækt, var skrifað til ýmissa aðila svo sem búnaðar-
sambanda, sýslunefnda, veiðifélaga o. fl. Síðan var boðað til
fundar um þessi mál á Akureyri 8. júní sl. og hefur fundar-
gerð frá þeim fundi verið send áðurgreindum aðilum. A
þessum fundi var kosin framkvæmdanefnd í þetta mál, og
heíur hún haldið einn fund með Veiðimálastjóra, og verð-
ur fundargerð frá þeim fundi send búnaðarsamböndum o. fl.
Þá gat formaður þess að unnið væri að því að koma upp
búfræðibókasafni á vegum Ræktunarfélagsins, og myndi
framkvæmdarstjóri gera nánari grein fyrir því máli. Þá ræddi
hann nokkuð um Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands og
taldi að vel hefði tekizt með efnisval og útgáfu þess og væri
það nú með beztu búfræðiritum ltérlendis.
b) Skýrsla framkvæmdarstjóra:
Jóhannes Sigvaldason flutti nánari skýrslu um starfsemi
félagsins frá því að síðasti aðalfundur var haldinn, og jafn-
framt gerði hann ýtarlega grein fyrir starfsemi Efnarann-
sóknarstofu Norðurlands, og ýmsum niðurstöðum, sem feng-
izt hafa af efnagreiningum þar. í upphafi máls síns gerði Jó-
hannes grein fyrir efnisvali og útgáfu Ársritsins, og því sem
gert hefur verið varðandi bókasafnið, en nú er búið að taka
á leigu húsnæði undir safnið. Skýrsla Jóhannesar varðandi
störf sín hjá Efnarannsóknarstofunni og önnur störf á árinu
var mjög ýtarleg og kom þar margt athyglisvert fram. Meðal
annars gerði hann grein fyrir ferð sinni til Bretlands sl.
sumar. Mun útdráttur úr erindi Jóhannesar birtast í Árs-
riti Ræktunarfélagsins.
3. Reikningar Ræktunarfélags Norðurlands og Rannsókn-
arstofu Norðurlands.