Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 1
Páll Hermannsson
fyrrv. alþingismaður
f. 20. apríl 1880 — d. 31. janúar 1058
Það er allra mál, að á
þessum helmingi 20. aldar-
innar hafi meiri og fjöl-
þættari breytingar og fram-
farir orðið með þjóðinni,
heldur en á nokkru öðru
tímabili í sögu hennar.
Þeir, sem borið bafa hita
og þunga þessa tímabils,
eru aldamótamennirnir,
mennirnir, sem nú og und-
anfarin ár hafa verið að
skila af sér störfunum til
viðtakandi kynslóðar.
Einn af þessunt mönn-
um, sem svo mjög hefur
komið við sögu Austur-
lands þetta tímabil, er Páll Hermannsson, fyiTV. bóndi og
alþingismaður, hann lézt 31. janúar 1958.
Páll var fæddur á Þorgerðarstöðum í Fljótsdal 28. apríl
1880. Foreldrar hans voru Hermann Jónsson bóndi þar og
kona hans Soffía Guðbrandsdóttir. Móður sína missti hann
á fyrsta ári og 14 ára missti hann föður sinn. Hann var því
að mestu einstæðingur í æsku sinni. Hann sagði mér, að
hann hefði sjálfur borgað fermingartoll sinn. Hann hefur
því snemma orðið að spila á eigin spýtur. Slíkur æskuskóli