Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 4

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 4
Inngangur Á fyrstu árum IJúnaðarsambands Austurlands var oft á hverju ári og annað hvert ár gefið út ársrit á vegum þess, þar sem birtar voru skýrslur um helztu störf sambandsins. Ársrit þessi komu út af og til, fyrstu 25 starfsár sam- bandsins. Á aðalfundi árið 1956 var samþykkt ályktun um, að Bún- aðarsamband Austurlands gæfi út ársrit á næsta ári. Út- gáfa ársritsins fórst þó fyrir á árinu 1957, mest vegna þess að ekki vannst tími til að undirbúa það. Nú þegar fastir starfsmenn hjá búnaðarsambandinu eru orðnir tveir, og því rýmri tími til umráða, var ráðizt í að draga saman það fróðlegasta úr skýrslum þeim, sem gerðar eru á veguin þess, og gefa það út. Árangur þess starfs er bæklingur sá, sem hér birtist. Það er von okkar, sem undirbúið liöfum þetta rit, að það gefi bændum á sambandssvæðinu nokkra hugmynd um, hvað er að gerast hjá þessum sameiginlega félagsskap þeirra, búnaðarsambandinu, og enn fremur geti það frætt bændur um, hvernig framþróun búskaparins gengur í einstökum sveitum fjórðungsins. Aukin kynni bænda, hvers af annars högum, greiða fyrir auknu og bættu samstarfi. Meira samstarf og aukin sam- vitund bænda í fjórðungnum mun bezt duga til að efla félagsleg átök og leiða til meiri framfara og hagsældar á þessu svæði.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.