Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 5

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 5
Starfsskýrsla Páls Sigbjörnssonar héraðsráðunautar tímabilið frá sumarmálum 1957 til sama tíma 1958. Staríi mínu hjá Búnaðarsambandi Austurlands var svip- að háttað þetta ár eins og árin að undanförnu. Fyrsti hluti vorsins fór í að ljúka við skýrslugerð, sem að vísu hafði verið áætlað að ljúka áður en sumarstörf hæfust, en tafði þó fyrir nokkuð fram eftir vori. í maímánuði vigtaði ég sundur áburð og dreifði á til- raunareiti, sem ég hef annast fyrir Búnaðarfræðslu Búnað- arfélags íslands undanfarin ár og staðsettir eru á sex stöð- um hér austan lands. Á þessu tímabili sótti ég og nokkra búnaðarfélags- og sauðfjárræktarfélagsfundi. Um mánaðamót júní—júlí kom Leifur Kr. Jóhannesson til starfa hjá Búnaðarsambandi Austurlands og síðan höf- um við skipt með okkur störfum eða unnið sameiginlega að þeim verkefnum, sem legið hafa fyrir. Sumarstarf mitt skiptist fyrst og fremst milli fjögurra eftirtalinna verkefna. 1. Sldttur tiiraunareita, og í sambandi við það söfnun sýnishorna, til lieys- og jarðvegsrannsókna. Tilraunir þessar eru áburðartilraunir og er þeim nánar lýst á öðrum stað í ritinu. Að uppskeru tilraunareitanna unnum við Leifur í félagi. 2. Úttekt á jarðabótum hefur alltaf verið eitt stærsta verk- efni starfsmanna sambandsins. Að þessu sinni hófst hún í júlí en var að mestu framkvæmd í ágúst og september. Við Leifur mældum allar jarðabætur á sambandssvæðinu. 3. Ræktunarácetlun fyrir Breiðdœiinga. Búnaðarfélag

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.