Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 6
8
Breiðdæla hafði óskað eftir að fá aðstoð hjá Búnaðarsam-
bandi Austurlands við athugun á ræktun og ræktunarlandi
í Breiðdal. Við Leifur Kr. Jóhannesson unnum að þessu
verkefni um vikutíma í ágúst sl. sumar. Skiptum við bæjun-
um með okkur. Túnin voru mæld og athugað, livar tiltæki-
legast væri að gera nýræktina. Var sérstaklega miðað við að
velja ræktunarland, sem ekki væri minna að stærð en það,
sem vantar á, að túnin nái 10 hö.
Síðar var svo hverjum bónda í Breiðdal skrifað og gefið
yfirlit um stærð á einstökum hlutum túnanna og ræktunar-
landi því, sem athugað var, ásamt ýmsum athugasemdum
varðandi ræktunarskilyrði.
4. Búfjársýningar. Á þessu sl. ári voru haldnar sýningar
hér í Múlasýslum fyrir allar þrjár búfjártegundirnar, hross,
nautgripi og sauðfé, verður þeirra nánar getið annars stað-
ar í þessu riti. Ég lagði nokkra vinnu frarn í sambandi við
allar þessar sýningar. Að hrossasýningunni 21. og 22. júlí
starfaði ég lítið eitt að undirbúningi og var í dómnefnd á
sýningu á kynbótahrossum. Ég mætti á kúasýningum, sem
haldnar voru hér á svæðinu 23. til 28. júlí. F.n mesta vinnu
lagði ég fram í sambandi við hrútasýningarnar og þó sér-
staklega við héraðssýninguna fyrir sauðfé, sem haldin var að
þeiin loknum, enda sá ég að mestu um undirbúning henn-
ar. Ég mætti alls á hrúta- og afkvæmasýningum í 12 hrepp-
um, var oddamaður dómnefndar á einni (í Egilsstaðahreppi)
og aðaldómari, ásamt Leifi Kr. Jóhannessyni, á sýningum í
tveimur sveitum öðrum (Borgarfirði og Jökuldal).
Aðalþættir vetrarvinnunnar eru:
1. Eftirlitsferðir til fjárrœktarféiaga. Ég heimsótti alls
fimm fjárræktarfélög í Norður-Múlasýslu, en í minn hlut
hafði komið að sjá um félögin í Norður-sýslunni. Ferðaðist
ég milli allra félagsmanna í þessum fimm félögum, ásamt
einum eða tveimur mönnum úr stjórnum þeirra, og bætti
við félagsféð og leit eftir félagsstarfinu. Þrjú félögin í Norð-
ur-Múlasýslu tirðu út undan þetta árið. „Jökull“ Jökuldal