Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 7

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 7
9 og íélögin í Fellum og Borgariirði. I’arl að láta þau sitja fyrir aðstoð næsta ár. 2. Jarðabótaskýrslur. Eg gerði jarðabótaskýrsiur búnaðar- félaganna í Norður-Múlasýslu. Var þeim lokið fyrri hluta janúar, og afrit af þeirn þá sent til Bf. Isl. og annað til bún- aðarfélagsformanna. 3. Skýrslur sauðfjárrœklarfélaganna. Eg vann úr skýrslum félaganna í Norður-Múlasýslu og var það lang tímafrekasta starf vetrarins. Yfirlitsskýrslur gerði ég fyrir þrjú félögin, eða félögin í Vopnafirði, Jökulsárhlíð og Hróarstungu, en Leifur Kr. Jóhannesson gerði yfirlitsskýrslurnar fyrir ,,Jökul“. Hin félögin í Norður-Múlasýslu gerðu sínar yfir- litsskýrslur heima fyrir. 4. Undirbúningur að útgáfu ársritsins. Að lokinni allri skýrslugerð unnum við ráðunautarnir að því að undirbúa ársrit það, senr hér hirtist. Hér hafa nú verið rakin stærstu verkefnin, sem ég hefi unnið að á árinu. Hér verður ekki tilgreint nánar um störf, sem ekki hafa verið eins tímafrek s. s. fundarsetur, bréfa skriftir, mælingar ýmiss konar og hin og önnur fyrirgreiðsla fyrir bændur. Mér virðist sem nokkuð fari í vöxt, að bænd- ur óski eftir faglegri aðstoð ýmiss konar. En því liefur ekki verið hægt að sinna eins og skyldi. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum bændum á svæðinu fyrir gott og skemmtilegt samstarf á árinu og fyrir alla þá gestrisni og fyrirgreiðslu, sem ég hef notið hjá þeim. Þá vil ég þakka núverandi formanni sambandsins ágætt samstarf og ekki síður hinum stjórnarnefndarmönnunum, en með þeim er ég lengur búinn að vinna, og hafa kynni mín af þeim alltaf verið eins og bezt verður á kosið. Ekki get ég lokið þessu nráli án þess að minnast hins látna formanns Búnaðarsambands Austurlands, Páls Her- mannssonar. Veikindi hans og fráfall á þessu ári var mér mikið áfall eins og fleirum, senr nrikið höfðu unnið með honum. Samskipti mín við þennan bráðgáfaða og virðulega

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.