Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 9

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 9
Starfsskýrsla Leifs Kr. Jóhannessonar héraðsráðunautar tímabilið frá 1. júfí 1957 til 1. maí 1958. Undanfarin ár hefur Búnaðarsamband Austurfands haft einn ráðunaut í þjónustu sinni, en sú breyting varð á sl. sumri, að B. S. A. fjölgaði ráðunautum í þjónustu sinni í tvo. Var ég ráðinn tii starfans og hóf starf 1. júlí 1957. Eg hafði unnið, sem aðstoðarmaður hjá B. S. A. um tveggja mánaða tíma sumarið 1956, og vann ég þá aðallega við út- tekt jarðabóta og slátt á tilraunareitum, undir umsjón Páls Sigbjörnssonar, sem hefur starfað sem héraðsráðunautur hjá búnaðarsambandinu og starfar enn. Við Páll höfurn ýmist unnið að verkefnunum í félagi frá 1. júlí eða skipt þeim með okkur. Störf þau, sem við höfum unnið að, eru mest þau sömu og vísa ég því að nokkru leyti til starfsskýrslu Páls varðandi nánari skilgreiningu á störfum mínum, en starfsskýrsla mín fer hér á eftir. Sumarstarf mitt skiptist aðallega milli eftirtalinna verk- efna. 1. Vinna við áburðartilraunir Búnaðarfræðslu Búnaðar- félags íslands, sem búnaðarsambadið hefur umsjón nreð. Stcirfin eru aðallega fólgin í slætti á tilraunareitunum, vigt- un á uppskeru og töku hey- og jarðvegssýnishorna. Tilraun- ir {>essar eru staðsettar á sex stöðum á sambandssvæðinu. 2. Úttekt jarðabóta var eitt af aðalverkefnunum. Tók ég út jarðabætur í eftirtöldum sveitum, ýmist að nokkru eða öllu leyti: Hróarstungu, Fellum, Fljótsdal, Vallahreppi, Skriðdal, Egilsstaðahreppi, Seyðisfjarðarhreppi, og Seyðis- fjarðarkaupstað, Breiðdal, Stöðvarhreppi, Fáskrúðsfjarðar-

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.