Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 10

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 10
12 hreppi, Reyðarfjarðarlireppi, Norðfjarðarhreppi, Neskaup- stað, Helgustaðahreppi og Skeggjastaðahreppi. Páll tók út jarðabætur í hinum sveitunum og að nokkru leyti í Skeggjastaðahreppi og Breiðdal. 3. Rœktunaráœtlun fyrir Breiðdal og vísast um lrana í skýrslu Páls. 4. Búfjársýningar. A sl. sumri fóru fram sýningar á þrem- ur helztu búfjártegundunum, nautgripum, lrrossum og sauðfé. Við hrossasýninguna (fjórðungsmót L. H.) vann ég nokkuð, m. a. var ég í dómnefnd kynbótahrossa á sýning: unni. Eg mætti á nautgripasýningum í fjórum hreppum, ásamt með Olafi E. Stefánssyni nautgriparæktarráðunaut og Páli Sigbjörnssyni héraðsráðunaut. Var ég í dómnefnd á tveim- ur sýningum. Tímafrekastar voru þó sauðfjársýningarnar, en þær stóðu frá 22. sept. dl 20. okt. Ég mætti á hrúta- og afkvæmasýn- ingum í 10 hreppum. Aðaldómarar á þessum sýningum, að undanskildum þremur voru dr. Halldór Pálsson sauðfjár- ræktarráðunautur og Stefán Aðalsteinsson búfjárfræðingur. Á tveimur sýningum var ég aðaldómari ásamt Páli Sig- björnssyni (Borgarf. og Jökuld.) og á einni sýningu odda- maður dómnefndar (Stöðvarhr.) fyrir dr. Halldór Pálsson. Að loknum þessum sýningum efndi búnaðarsambandið til myndarlegrar héraðssýningar fyrir sauðfé, sem sagt er frá á öðrum stað í ritinu. Var ég í dómnefnd á þeirri sýningu. Um hrossa- og héraðssýninguna ritaði ég greinar í búnaðar- blaðið „Frey“. 5. Samanburðartilraun með fjárstofna. Ég eyddi nokkr- um dögum vegna þessarar tilraunar. Jónas Pétursson ti! raunastjóri á Skriðuklaustri hefur tekið að sér, að annast framkvænrd tilraunarinnar með aðstoð ráðunauta búnaðar- sambandsins. Tilraun þessi fjallar um samanburð á fimm íjárstofnum, sem eru frá Þistilfirði, Jökuldal, Borgarfirði, Álftafirði og Skriðuklaustri.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.