Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 13

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 13
Fundargerð aðalfundar Búnaðarsambands Austurlands, sem haldinn var 19.-20. júní 1957. Miðvikudaginn 19. júní var aðalfundur Búnaðarsam- bands Austurlands settur að Egilsstöðum á Völlum. Fund- inn sóttu 24 fulltrúar frá 23 sambandsfélögum, stjórnar- nefndarmenn allir og starfsmaður sambandsins. Gestur fundarins var Þorsteinn Sigfússon, Sandbrekku, búnaðarþingsfulltrúi. I stað formanns sambandsins Páls Hermannssonar, sem lá veikur, sat fundinn varaformaður þess, Þorsteinn Jóns- son, og setti hann fundinn og stjórnaði honum. Páll Jóns- son ritari sambandsins bókaði fundargerð. Fundarstjóri bauð fnndarmenn velkomna, því næst minntist hann þeirr i bænda og húsfreyja, er látizt höfðu á árinu á félagssvæðinu. Fundarmenn risu úr sætum í virðingarskyni við hina látnu. Að Jressu loknu var gengið til dagskrár og voru eftirtalin mál tekin fyrir: 1. Skýrsln stjórnarinnar. Sveinn Jónsson flutti skýrsluna. 2. Skýrsla starfsmanns. 3. Reikningar sambandsins fyrir árið 1956. Varaformaður lagði reikningana fram og skýrði þá. 4. Fjárhagsáætlun ársins 1957. Varaformaður lagði fram og skýrði tillögur sambandsstjórnar um fjárhagsáætlun. í þeim var lagt til að árgjöld frá sambandsfélögum hækkuðu úr 50.00 kr. í 75.00 kr. fyrir hvern félags- mann. Till. var vísað til Fjárhagsnefndar. 5. Kosið í nefndir. F'jórar nefndir voru kosnar: a) fjárhags-

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.