Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 14

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 14
16 nefnd, b) jarðræktarnefnd, c) búfjárræktarnefnd og d; allsherjarnefnd. 6. Sauðfjdr- og hrossasýningar. Páll Sigbjörnsson innleiddi málið og var því vísað til Búfjárnefndar að loknum umræðum. 7. Samanburðartilraunir með sauðfjárstofna. Páll Sig- björnsson kynnti málið. Því síðan vísað til Búfjár- nefndar. 8. Búfjártryggingar. Þorsteinn Sigfússon hafði framsögu og flutti álitsgerð nefndar, sem skipuð var af stjórn Búnaðarsambands Austurlands, til að athuga frumvarp frá Búnaðarþingi, um skyldutryggingar á búfé. I nefnd þessari störfuðu auk Þorsteins, þeir Sveinn Jónsson Egilsstöðum og Þórarinn Sveinsson Eiðum. Nefndin gerði tillögur um að frumvarpi Búnaðarþings um skyldutryggingar yrði breytt mikið og lagði framsögu- maður fram breytingartillögur hennar. Var tillögu nefndarinnar vísað til Allsherjarnefndar. 9. Uppeldisstöð fyrir garðplöntur. Framsögumaður var Páll Sigbjörnsson. Málinu vísað til Jarðræktarnefndar. 10. Fiskirœkt. Sveinn Jónsson skýrði málið. Yísað til Alls- herjarnefndar. 11. Holdanaut. Sveinn Jónsson hafði framsögu. Málinu vís- að til Jarðræktarnefndar. Þegar hér var komið var kl. orðin 12 á miðnætti og var fundi frestað til næsta dags. Fimmtudaginn 20. júní kl. 1.40 var fundi haldið áfram. Nefndir höfðu þá lokið störfum. Fundurinn hófst á því að Jónas Pétursson tilraunastjóri flutti erindi um tilrauna- starfsemi á Skriðuklaustri. Því næst skiluðu nefndir álitsgerðum. 1. Frá Allsherjarnefnd komu þessar tillögur: a) „Fundurinn felur stjórninni að hlutast til um það við Vélasjóð og Dráttarvélar h.f., að haldin verði nám-

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.