Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 17

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 17
19 hreppafélögin leiti eftir lántöku í Búnaðarbankanum, til að greiða fyrir ræktunarframkvæmdum í þeint búnaðarfélögum, þar sem þörfin er mest og geta bændanna minnst.“ b) Samþykkt var samhljóða tillaga um uppeldisstöð fyrir garðplöntur, svohljóðandi: „Fundurinn samþykkir að fela stjórninni, að semja við Hallstein Tollefsrud garðyrkjumann á Reyðar- firði, eða einhvern annan — eða aðra — um uppeldi og sölu á kálplöntum og öðrum garðplöntunr til heimilisnota á sambandssvæðinu. Jafnframt vill fund- urinn benda á að æskilegt væri að hafa í tengslum við þessa ræktun, uppeldi og sölu á blómplöntum til yndis og prýði á heimilum. Heimilar fundurinn sam- bandsstjórn að verja allt að 2000.00 kr. árlega til að ná samningum til framkvæmda í þessu máli.“ c) Varðandi holdanaut var samþykkt þessi tillaga í einu hljóði: „Fundurinn áréttar samþykkt frá aðalfundínum 1955, um innflutning holdanauta til kjötframleiðslu og skorar á Búnaðarfélag íslands og Búnaðarþing að halda ötullega áfram baráttunni í því máli, enda sé viðhöfð öll varúð vegna sjúkdómshættu." d) Svohljóðandi tillaga frá Jarðræktarnefnd var samþ. í einu hljóði: „Fundurinn leggur enn sérstaka áherzlu á að Bún- aðarbankinn komi upp útibúi á Egilsstöðum. Telur fundurinn að bændastétt Austurlands sé bein lítils- virðing sýnd með því að þverskallast við síendurtekn- um áskorunum í þessu máli, um margra ára skeið.“ 4. Samþykkt var tillaga frá Pétri Jónssyni: „Fundurinn felur stjórninni að vinna að því að komið verði upp svo fljótt sem verða má, kynbótabúi í sauð- fjárrækt, santkv. till. frá síðasta aðalfundi.“

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.