Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 25
27
Á töflunni má sjá, hvernig bændur liafa sigið á með jarða-
bætur og þær fara stöðugt vaxandi. I>ó hefur verið aftur-
kippur í öllum framkvæmdum á stríðsárunum.
Það má búast við, að mikið af þeim framkvæmdum, sem
gerðar liafa verið á sl. 25 árum séu enn í fullu gildi. Hins
vegar, að mest af eldri framkvæmdum séu alveg gengnar úr
sér. Þegar túnastærðin nú er borin saman við samanlagða
nýrækt og túnasléttur á þessu tímabili kemur fram, að meg-
inhluti túnanna er unninn upp eða ræktaður að nýju til á
síðustu 25 árunum.
Eitthvað af hlöðum úr „öðru efni“, sem tekið var út á
fyrri hluta tímabilsins hafa verið byggðar úr torfi. Sá hluti
er ýmist hruninn eða lítils virði nú. Aftur mun mikið af
hlöðum sem falla undir þennan lið, sem byggðar voru á
milli 1940 og 1950 vera gerðar úr herskálum. Mikið af
þeim eru góðar heygeymslur, en of algengt er, að ekki hefur
verið vandað nógu mikið til uppsetningar þeirra, til að þær
endist vel.
Vélgröfnu skurðirnir eru að lang mestu leyti grafnir á
síðastl. 5 árum.
Tafla III gefur yfirlit um framkvæmdir í einstökum
sveitum sl. 5 ár, og eru þær gefnar upp sem meðaltal á
bónda í hverri sveit. Gefur þetta betri hugmynd um gang
framkvæmda í einstökum hreppum, lteldur en sagt væri upp
af heildarframkvæmdum í sveitunum, þar sem fjöldi bænda
í hverri sveit er mjög misjafn. Fjölda bænda í sumum sveit-
um er dálítið erfitt að ákveða. Sérstaklega er þetta vand-
kvæðum bundið í nágrenni þorpa, þar sem margir stunda
búskap og aðra vinnu samhliða. Reynt hefur verið að kom-
ast sem næst tölu raunverulegra bænda og er sums staðar
talið tvíbýli þótt jörðum sé ekki formlega skipt, ef þar eru
rekin tvö bú. Þeim býlum er sleppt úr tölunni, þar sem bú-
skapur er stundaður í hjá-verkum og tiltölulega lítið, þótt
um sérmetnar jarðir sé að ræða. Tún eyðijarða, sem liggja
nærri byggðum bæjum og notuð eru, eru talin með.