Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 33

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 33
35 Tafla II sýnir að fosfóráburður hefur á öllum tilrauna- stöðunum gefið uppskeruauka. Fyrsti skammturinn 89 kg. af þrífosfati á ha. gefur að meðaltali 11.4 hestb. af töðu í uppskeruauka. En þetta er mjög misjafnt. A þremur til- raunastöðunum er mjög mikill uppskeruauki fyrir fosfór, þ. e. á Hjaltastað, Gilsárstekk og Ytri-Hlíð. A þessum stöð- um er uppskeruaukinn 16.8—21.0 hestb. fyrir minnsta fos- fórskammtinn (89 kg. þrífosfat) en 21.4—23.3 hestb. í upp- skeruauka fyrir helmingi stærri skammt, 178 kg. af þrífos- fati. Tilraunir þessar eru allar staðsettar á ræstu mýrlendi. Tilrauninni á Lindarbrekku er einnig komið fyrir á ræstu mýrlendi, enda kemur þar fram talsverður uppskeruauki fyrir fosfóráburð, þó ekki eins mikill og á þremur fyrr- greindum stöðum. F.n tilraunalandið mun hafa verið vel áborið með fosfór áður en tilraunin hófst og býr að því enn. Tilraunalandið á Skeggjastöðum og Seljateigi er staðsett á túnum, sem ræktuð eru upp úr valllendismóum. I>ar kemur fram mun minni uppskeruauki fyrir fosfór einkum í Selja- teigi, en heildar uppskera er þar líka lítil. Tilraunaniðurstöður þessar benda til að ekki sé rétt að bera minna en 180 kg. af þrífosfati á ha. í ræstum mýrar- túnum á móti 360 kg. af Kjnrnn. Álitið er að leirjarðvegui þurfi einnig stóran skammt af fosfór enn fremur sandjarð- vegur. Sérstaklega er ástæða til að ráðleggja mönnum að bera á mikinn fosfór, ef tún eru illa þurrkuð og þá ekki minni skammt en 200 kg. á ha. af þrífosfati. Á valllendis- tún, þar sem ekkert hefur komið fram, sem bendir til, að fosfórsvelta sé í jarðveginum, mun ástæðulaust að bera mikið yfir 100 kg. af þrífosfati á ha. Þótt tilraunir þær, sem hér hefur verið lýst hafi ekki staðið nema tvö og þrjú ár og ekki megi því taka þær of bókstaflega, sýna þær glöggt, hve mikinn feikna skaða menn geta gert sér með því að bera ekki steinefnin á, þar sem þau vanta í jarðveginn. 3*

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.