Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 34
Starfsemi sauðfjárræktarfélaganna
Starfsemi sauðfjárræktarfélaga er tiltölulega ung að árum
hér á sambandssvæðinu. Þau félög, sem nú starfa hafa verið
stofnuð á seinustu árum, þau fyrstu árið 1953, en síðan
hefur þeim farið ört fjölgandi og eru nú orðin 18, þar
af voru þrjú stofnuð á sl. vetri, (í Norðfjarðarhreppi, Egils-
staðahreppi og Fáskrúðsfjarðarhreppi) og koma þess vegna
ekki á skýrslu fyrr en á næsta ári. Félögin skiptast þannig,
að 10 eru í Suður-Múlasýslu og 8 í Norður-Múlasýslu.
Það má segja að sauðfjárræktarfélög séu nú starfandi í
öllum fjárflestu sveitunum, að undanskildum Skeggjastaða-
hrepp. Verður þess vonandi ekki langt að bíða, að fjáreig-
endur í þeim hreppi myndi með sér slíkan félagsskap og
komi með í starfsemina.
Þátttaka í félögunum er nokkuð misjöfn, í sumum sveit-
um er meirihluti fjáreigenda í þeim, en í öðrum fremur
fáir allt ofan í sex, sem er lágmarkstala félagsmanna til þess
að félagsskapurinn teljist starfhæfur. Markmið sauðfjár-
ræktarfélaganna er, að vinna að kynbótum, bættri meðferð
og hirðingu fjárins. Árangur af þessari starfsemi er þegar
farinn að koma í ljós í meiri afurðum. Reiknaður meðal-
kjötþungi allra félaganna eftir hverja félagsá hefur verið
þessi:
Árið 1953—54 16.0 kg. (þá aðeins tvö félög); árið 1954—
55 17.6 kg.; árið 1955-56 18.0 kg.; árið 1956-57 19.1 kg.
Reiknaður meðalkjötþungi eftir hverja félagsá hefur
aukizt frá fyrsta ári um 3.1 kg. — Ef litið er á meðaltal allra
sauðfjárræktarfélaga í landinu árið 1954—55, sést að það er
nokkru hærra eða 1.84 kg. meira kjöt eftir hverja félagsá