Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 41

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 41
43 yfir tilraun á Skriðuklaustri í Fljótsdal, þar sem verið er að bera saman afurðahæfni nokkurra austfirzkra fjárstofna, þar á rneðal borgfirzka stofnsins og Holtsstofnsins í Þistilfirði. Þau ár sem Sauðfjárræktarfélag Borgarfjarðar hefur starf- að hafa félagsær Björns Jónssonar í Geitavík skilað mestum afurðum að meðaltali. Reiknaður kjötþungi eftir á hjá hon- um, meðaltal þriggja síðustu ára, er 22.9 kg. en 23.4 kg. eftir á sem komið hefur upp lambi. Björn á eina mestu af- urðaána á sambandssvæðinu, Svölu 5, sem tvisvar hefur verið sýnd með afkvæmum. Hún hefur á þessum 4 árum, er skýrsl- urnar ná yfir þrisvar verið tvílembd og skilað þá lömbum, sem hafa vegið 94.5 kg. lifandi vigt að meðaltali með 38.8 kg. reiknaðan kjötþunga. Eitt árið missti hún annað lambið, en það sem hún gekk með var lirútur og vó hann 54 kg. lifandi, að hausti. Annar félagsmaður, Sigbjörii Guðmunds- son, sem ekki skilaði skýrslum sl. ár, hefur haft meiri arð eftir ær sínar en Björn þau ár, sem hann hefur skilað skýrsl- um. Mest hafði hann árið 1956, þá 30.3 kg. reiknaðan kjöt- þunga eftir á. Sauðjjárrœktarfélagið „Hjalti“ Hjaltastaðarþinghá. Það var stofnað seint á árinu 1954 og er því á fjórða starfs- ári sínu. Þau 3 ár sem félagið hefur starfað liafa 14—17 félagsmenn skilað skýrslum yfir 291—351 á fullorðna auk nokkurra veturgamalla. Einar Sigbjörnsson Hjaltastað hef- ur verið formaður félagsins fram til þessa. Reiknaður kjöt- þungi eftir félagsærnar hefur verið að meðaltali einstök ár eins og eftirfarandi tafla sýnir: 1955 1956 1957 Eftir á: 15.2 kg 15.9 - 17.3 - Eftir á, seni kom upp lamhi: 17.7 kg 17.6 - 18.9 - Fóðrun hefur verið þannig að ærnar hafa nokkurn veginn

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.