Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 44

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 44
46 Sauðfjárrœktarfélag Fellahrepps. Það er stofnað fyrst á árinu 1955 og skilaði fyrst skýrslum fyrir það ár. Formaður félagsins hefur verið Sæbjörn Jóns- son, Skeggjastöðum. Félagsmenn eru 10. Skýrslum hefur verið skilað yfir 167 til 178 ær. Reiknaður kjiitþungi, þau þrjú ár sem skýrslur ná yfir, hefur að meðaltali verið þessi: Eftir á, sem kom Eftir á: upp lambi: 1955 ................... 15.4 kg 17.8 kg 1956 ................... 18.0 - 19.4 - 1957 ..................... 19.4 - 20.1 - Afurðir hafa farið hrað vaxandi og er 4 kg. rneiri kjöt- þungi eftir ána síðasta árið heldur en það fyrsta. Mestum afurðum hafa ær Þorbergs Jónssonar á Skeggjastöðum skilað að meðaltali. Hann hefur fengið 21.9 kg. reiknaðan meðal- kjötþunga eftir á, en 22.7 kg. eftir á sem komið hefur upp lambi. Þorbergur liefur mjög lagt sig fram með að fá frjósemi í fjárstofn sinn og hefur tekizt það nokkuð. En mönnum er nú að verða æ Ijósara að enginn einn eiginleiki fjárins er eins þýðingarmikill og frjósemin, til þess að það geti skilað hámarks afurðum. Heimaféð í Fellum er talsvert gallað að byggingu. Ærnar eru víða framþunnar og nokkuð grófbyggðar. Fóðrun er þar eins og víða annars staðar á Austurlandi ekki nógu góð, til að féð geti sýnt, hvað raunverulega í því býr. Ærnar hafa staðið í stað eða léttst yfir veturinn þan ár, sem félagið hef- ur starfað. Fellamenn hafa ekki á síðustu árum sótt kynbótahrúta út fyrir sveitina í eins stórum stíl og margir aðrir bændur á Héraði. Allmargir hrútar hafa þó verið fluttir þangað úr Þistilfirði. A sl. hausti keypti félagið fullorðinn hrút, Búa XXII, frá Jóhanni Björnssyni, Firíksstöðum. L.íklegt

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.