Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 48

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 48
50 Eftir á, scm kom Eftir á: upp lambi: 1955 ...................... 19.7 kg 21.1 kg 1950 ...................... 19.3 - 21.4 - 1957 ...................... 20.6 - 21.2 - Mestan fallþunga eftir á, meðaltal þriggja síðustu ára, hefur Björgvin Sigvaldason, Hákonarstöðum, fengið, 27.0 kg. eftir á og 27.8 kg. eftir á sem komið hefur upp lambi. Er þetta mesti kjötþungi eftir á hjá einstakling yfir fjár- ræktarfélögin í Múlasýslum þann tíma, sem þau hafa starfað. Þótt nokkur félögin liafi fengið meiri arð eftir meðalána, en Sauðfjárræktarfél. „Jökull“ hefur það alltaf haft hæstu einstaklingsvigt dilka, á einlembingum og tvílembingum sitt í hvoru lagi. En fremur lítil frjósemi og nokkur afföll á lömbum frá vori til hausts hafa haldið afurðunum niðri. Mjög rnikill munur er þar á milli afurða hjá einstökum félagsmönnum. Á Jökuldal er gamalþekktur fjárstofn, sem kenndur hef- ur verið við Möðrudal og Efra-Dal. Þaðan hafa verið fluttir hrútar til kynbóta um allar Þingeyjar- og Múlasýslur og allt suður í Austur-Skaftafellssýslu, alla tíð siðan að áhugi fyrir fjárrækt vaknaði hér á landi. Enn búa kostir með Jökuldals- fénu. Það sýndi sig á héraðssýningunni sl. haust, að þar finnast frarn úr skarandi einstaklingar. En Jökuldælir þurfa að kosta kapps um að auka afurðir af fé sínu. Það er ekki nóg að hafa þung lömb, lambafjöldinn hefur ekki minna að segja. Þegar haft er í huga hvílíkt kostaland fyrir sauðfé er á Jökuldal virðist mega vænta þess að þar sé hægt að stórauka afurðir eftir hverja kind. Til þess þarf fyrst og fremst að fá fram meiri frjósemi í stofninn. Þarf að kynbæta féð í þessu tilliti og auka fóður. Sérstaklega þarf að ala ærnar vel upp og láta þær ekki leggja mikið af fyrri hluta vetrar. í ræktun- inni verður auðvitað að reyna að bæta alla eðliskosti fjárins.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.