Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 49

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 49
51 Ekkert fjárræktarfélagið í Múlasýslum hefur meiri mögu- leika til að ná glæsilegum árangri í sauðfjárræktinni en Sauðfj árræk tarfélagið ,,Jökull“. Sauðfjárrœktarféiag Vopnafjarðar. Það er ári yngra en flest hin fjárræktarfélögin á sam- bandssvæðinu, stofnað haustið 1955, og því búið að starfa í tvö ár. Gunnar Valdimarsson, Teigi, er formaður þess. Fyrra starfsár félagsins skiluðu 23 félagsmenn skýrslum yfir 325 ær en síðara árið 22 félagsmenn yfir 365 ær og auk þess nokkrar ær veturgamlar. Reiknaður kjötþungi eftir félagsærnar hefur verið þessi að meðaltali: Eftir á, seni kom Eftir á: upp lambi: 1956 .................... 20.6 kg 22.2 kg 1957 .................... 22.1 - 23.4 - Mestan kjötþunga eftir sínar félagsær hefur Einar Run- ólfsson Torfastöðum haft, meðaltal beggja áranna, 27.0 kg. eftir á og jafn mikið eftir á sem kornið hefur upp lambi, því að allar félagsær hans skiluðu lömbum bæði haustin. Sauðfjáxræktarfélag Vopnafjarðar hefur verið rekið af áhuga þennan stutta starfstíma. T. d. hefur það gengizt fyrir og kostað smá tilraun, hvort ár, með mismunandi mikið eldi á ám. Kostaði félagið kjarnfóðrið, sem betur aldi flokkurinn fékk, en í honum voru nálægt 10 ám hvorn vetur. í Vopnafirði er allgóður fjárstofn. Margir félagsmenn í sauðfjárræktarfélaginu eiga ágætar ær, þungar og holdgóðar með allmikilli frjósemi. F.n stofninn er full stórgerður og ber mikið á háum fótum. Myndi þessi galli koma að meiri sök í landléttari sveitum. Skilyrði til sauðfjárræktar eru fram úr skarandi góð í 4*

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.