Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 52

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 52
54 Afurðir hafa verið svipaðar öll árin, enda sýnir þyngdar- breyting ánna, að fóðrun hefur verið lík öll árin. Að vísu þyngdust ærnar um 1.6 kg. fyrsta árið. en þess ber að geta, að þá var fyrsta vigt ekki framkvæmd fyrr en seint í nóv. Tvö síðustu árin hafa ærnar léttst frá haustvigt til vorvigtar. Frjósemi hefur verið mikil í ærstofni félagsmanna en hefur farið minnkandi og hefur það sín áhrif á að afurðir hafa ekki aukizt. Mest var frjósemin fyrsta árið, var þá 61.3% af ánum tví- og þrílembdar, en seinasta árið ekki nema 41.7%. Mestar afurðir yfir öll árin, meðaltal eftir á, hefur Hjalti Olafsson Berunesi haft, en hann hefur haft 19.04 kg. af kjöti eftir á, sem kom upp lambi en 17.65 kg. eftir hverja á. Mestar afurðir sl. ár hafði Antoníus Ólafsson, Berunesi, 18.58 kg. kjöt eftir á, sem kom upp lambi og jafn mikið eftir hverja á. I Beruneshreppi er land mjög létt og afréttir engar í nokkrum liluta sveitarinnar, enda er fallþungi sláturlamba minni þar, en í öðruni sveitum. Þar sem land er létt er ekki að vænta mikilla afurða nema vel sé fóðrað og dugar varla til, ef sumarhagar eru mjög lélegir. Landið, sem féð gengur á á sumrin eru mýrar, víða blautar og þær vaxnar lélegum gróðri. Þessi gróður fellur snemma og beitin verður mjög létt, ærnar sækja í fjöruna og geldast. Reyndar mjólka ær aldrei vel á slíku landi, sem þessu, nema á því verði gróður- farsbreyting til rnuna. Með framræslu landsins myndi gróð- urfar breytast smátt og smátt og fóðurgildi gróðursins vaxa. Þar sem ekki virðist annað hentugra fyrir bændur í sveit- inni eins og sakir standa, en að byggja afkomu sína á sauð- fjárbúskap, virðist fyllilega ástæða til þess, að gera einhverj- ar ráðstafanir til þess, að auka afrakstur sauðfjárbúanna frá því sem nú er. Sú skoðun, að hagkvæmt muni vera að beita lömbum á ræktað land t. d. fóðurkál áður en þeim er slátr- að, er óðum að ryðja sér til rúms og mönnum er að verða það ljóst hversu mikla þýðingu það hefur til þess, að auka

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.