Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 59

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 59
61 skapi og í öðrum íélögum. Fóðrun er mjög misjöfn, hjá sumum er prýðilega fóðrað, en hjá öðrum lakara. Með jafnari og betri fóðrun, má auka afurðirnar frá því, sem nú er. Sauðfjárrœktarfélag Egilsstaðahrepps. Félagið var stofnað í desember 1957 og hefur því ekki skilað skýrslu enn þá yfir starfsemi sína. Félagsmenn eru 6 og formaður félagsins er Ingimar Sveinsson, Egilsstöðum. Þátttaka í félaginu er mjög góð, þar sem fjáreigendur eru fáir á starfssvæði þess. Sauðfjárrcektarfélag Norðfjarðarhrepps. Félagið var stofnað í desember 1957 og fjárstofn valinn í félagið um það leyti. Félagið hefur því ekki skilað skýrslu, en gerir það væntanlega á þessu ári. Þátttaka í félaginu er góð og eru flestir fjáreigendur í sveitinni í því. Formaður félagsins er Jón Bjarnason, Skorrastað. Sauðfjárrœktarfélag Fáskrúðsfjarðarhrepps. Félagið var stofnað á miðjum sl. vetri og kemur því inn i starfsemina á þessu ári. Fé hefur verið fremur rýrt í sveit- inni og fremur lítið unnið að kynbótum á undanförnum árum. Með tilkomu félagsins má búast við auknum fram- förum í fjárræktinni á næstu árum. SKÝRSLA yfir þá félagsrnenn i sauðfjárrcektarfélögunum, sem fengu 25 kg. af kjöti eða meira eftir hverja félagsá árið 1956—57. 1. Einar Runólfsson, Torfastöðum, Vopnafirði 27.68 kg. 2. Björgvin Sigvaldason, Hákonarst., Jökuldal 27.18 — 3. Ragnar Sigvaldason, sama stað 26.52 — 4. Einar Jónsson, Litlu-Grund, Fljótsdal 26.07 — 5. Einar Runólfsson, Ásbrandsst., Vopnafirði 25.87 —

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.