Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 63

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 63
Nautgriparæktarfélögin Ekki er of mikið sagt, að lítill áhugi hafi verið fyrir naut- griparækt hér austanlands lengst af. í mörgum sveitum hafa þó starfað nautgriparæktarfélög eitthvert árabil á þeim rúmlega 50 árum, sem liðin eru síðan slík félög tóku fyrst til starfa hér á landi. Nú eru sjö nautgriparæktarfélög starfandi í Múlasýslum, en þrjú þeirra eru stofnuð á sl. ári og hafa ekki skilað skýrsl- um enn. Eru þau félög í Norðfirði, Austur-Völlum og Fell- um. I Skriðdal, Eiðaþinghá og Vopnafirði hafa starfað naut- griparæktarfélög sl. þrjú ár, en í Hjaltastaðarþinghá er gamalt félag, sem þó hafði ekki sent frá sér skýrslur um nokkurra ára skeið fram til ársins 1955, en hefur skilað skýrslum síðan. í Breiðdal hefur oft starfað nautgriparæktar- félag, en ekkert lífsmark hefur verið með því síðustu árin. Öll félögin, sem nú starfa eiga naut af völdum kynjum. Flest eru þau komin frá Suðurlandi. Á sl. sumri voru haldnar nautgripasýningar í Múlasýsl- um. í þetta sinn voru þær einungis haldnar í þeim sveitum, þar sem nautgriparæktarfélög voru starfandi, og því aðeins í fjórum sveitum. Eins og vænta mátti fengu kýrnar ekki góða dóma. Sex kýr fengu I. verðlaun. Af þeim voru þrjár í Vopnafirði en ein í hverri hinna sveitanna, verður þeirra getið hér á eftir. Eélagsnautin í þeim sveitum, þar sem sýn- ingar voru haldnar fengu öll II. verðlaun. Nautum eru ekki veitt I. verðlaun nema þau eigi nokkrar dætur, sem búnar eru að mjólka eitt ár eða meira og það séu góðir gripir. Hér á eftir verður sagt lítilega frá starfsemi hvers félags um sig. 5

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.