Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 66

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 66
68 notaður var í félaginu um rúmlega 10 ára skeið fram yfir 1950. Allar nythæstu kýrnar í félaginu í Hjaltastaðahreppi eru undan þessu sama nauti. Þegar skipt var um naut og Draupnir frá öddgeirshólum var keyptur var kúastofninn farinn að ganga úr sér af völdum skyldleikaræktar. En á því ætti fljótlega að ráðast bót með tilkomu Draupnis, og þar með nýrri kynblöndun. Nautgriparœktarfélag Vopnafjarðar. Félagið er í tengslum við búnaðarfélag sveitarinnar og hefur sömu stjórn og það. Formaður félaganna er Friðrik Sigurjónsson, Ytri-Hlíð. Félagsnaut þessa félags er Huppur, sem er keyptur úr Mýrdalnum og ættaður þaðan. Hann er 5 ára gamall, sérstaklega fallegur boli og vel byggður. Nokkrar dætur hans eru nú bornar í fyrsta sinn. Eru það myndarlegir gripir en liafa ekki þótt áberandi mjólkurlagn- ar. Nokkuð mikil þátttaka er þarna í félagsskapnum. Meðal- nyt kúnna er sæmilega mikil, en kýrnar eru mjög misjafnar. Mjólkurfita virðist yfirleitt vera fremur lítil. Nokkrar kýr eru þarna það hámjólka á landsmælikvarða, sérstaklega þeg- ar tekið er tillit til þess að fóðurbætisgjöf er lítil, að ful! ástæða væri til að setja þarna á eftirlit til að staðfesta afurða- skýrslurnar. I nýjum búfjárræktarlögum er svo mælt fyrir, að það opinbera styrki slíkt eftirlit á kúabúum, sem eru líkleg til að geta selt kynbótagripi. Nythæsta kýr í félaginu er Búbót 3, eign Gunnlaugs Jóns- sonar, Felli. Hún hefur skilað að meðaltali 3 sl. ár 4557 kg. af mjólk með 3.81% fitu, þ. e. 17.362 fituein. Næstar í röð- inni eru tvær kýr, sem Sæmundur Grímsson, Egilsstöðum á, þær Búbót 2, sem mjólkað hefur að meðaltali 3 sl. ár 3911 kg. af mjólk með 4.21% fitu, þ. e. 16.465 fituein. og Laufa 5, sem aðeins hefur mjólkað 2 ár lieil en skilaði að meðaltali hvort ár 4322 kg. af mjólk með 3.86% fitu eða 16.683 fitu- ein. Þessar þrjár kýr hlutu allar I. verðl. á sýningunni sh sumar.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.