Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 67

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 67
69 Eins og getið er um hér- að framan eru þrjú nautgripa- ræktarfélög á svæðinu nýstofnuð. Þau eru öll óháð búnaðar- félögum sveitanna. Það ár sem nú er að líða verður fyrsta starfsár þeirra alfra. Formaður félagsins í Norðfirði er Björn Bjarnason, Skorrastað. Þetta félag á 4 ára naut, sem er náskylt f)raupni, sem notaður er í Hjaltastaðarþinghá, keypt frá Oddgeirshól- um í Árnessýsfu. Naut þetta var keypt inn í sveitina af Guðjóni Ármann, Skorrastað. Norðfirðingar hafa verið furðu seinir til að hefjast handa um að kynbæta nautgripi sína, þar sem þar hefur þó verið mikil mjólkursala um lang- an tíma. Þrátt fyrir þetta eru til í Norðfirði margar álitlegar kýr. Enginn vafi er þó á því, að hægt er að bæta kýr þar með kynbótum ekki síður en annars staðar. Formaður Nautgriparæktarfélags Austur-Valla er Axel Sigurðsson, Gíslastaðagerði. Fyrsta verk þess félags var að kaupa nautið Rjóð ti • i lvanneyri. Rjóður er 4 ára gamall. Hann var áður eign Bubótarbúsins á Egilsstaðakauptúni. Hann er af ága'tu kyni, sonur Freys og Rjóðar 220, Hvann- eyri, einnar álitlegustu kýr í Borgarfirði syðra. Telja má víst að Vallamenn geti gert miklar kynbætur með þessu nauti. Nautgriparæktarfélagið í Fellum byrjaði starfsemi sína með því að kaupa naut ættað úr Búbótarbúinu í Egilsstaða- þorpi, undan Rjóð, sem áður er getið og Mús, sem er ágæt kýr. Formaður félagsins í Fellum er Guðmundur Jónsson, Refsmýri. Nokkrir einstaklingar hafa á síðari árum sótt naut í aðra landshluta til kynbóta og sýnt með því áhuga fyrir að bæta kýr sínar. Fyrir nokkrum árum keypti Sveinn Jónsson, Egilsstöðum naut frá Grund í Eyjafirði, sem Grundi nefnd- ist. Undan Grunda eru til margar ágætar kýr bæði á Egils- stöðum og víðar. Nú á Sveinn naut frá Setbergi við Hafnar- fjörð. Til Borgarfjarðar kom fyrir hálfu öðru ári naut frá Hlíð í Gnúpverjahreppi. í Borgarfirði hefur verið einhver

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.