Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 70
Héraðssýning á sanðfé
19. og 20. október 1957.
Á aðalfundi Búnaðarsambands Austurlands 1955 var
samþykkt, að sambandið skyldi efna til liéraðssýningar á
sauðfé fyrir allt sambandssvæðið, að afloknum hrútasýning-
um haustið 1957. Ákvörðun þessi var tekin svo löngu fyrir
fram, til þess að gefa væntanlegum þátttakendum í sýning-
unni góðan fyrirvara til undirbúnings.
1‘riggja manna nefnd var kosin til að undirbúa sýning-
una. Hana skipuðu búfræðikandidatarnir fngimar Sveins-
son, Egilsstöðum, og Sigurður Magnússon, Eiðum, auk Páls
Sigbjörnssonar héraðsráðunautar.
Undirbúningsnefnd samdi tillögur um tilhögun á liéraðs-
sýningunni í samráði við sambandsstjórn. Einnig var leitað
ráða hjá sauðfjárræktarráðunaut Búnaðarfélags Islands, dr.
Halldóri Pálssyni.
Lögð var áherzla á að liafa sýninguna sem fyrst. Ohjá-
kvæmilegt var að Ijúka hrúta- og afkvæmasýningum fyrir
héraðssýninguna, og tókst ekki að koma henni á fyrr en dag-
ana 19. og 20. október. Fyrra dag sýningarinnar voru sýn-
ingargripirnir dæmdir, en seinna daginn var sýningin opin
fyrir almenning.
Sýningarstaður var valinn á Egilsstöðum og var sýning-
unni komið fyrir í sláturhúsi Kaupfélags Héraðsbúa. Hús-
næðið var ekki heppilegt en þó álitið það heppilegasta sem
völ var á. Sýningarkindunum var komið fyrir í sláturrétt-
inni, sem er í tveimur hólfum sitt í hvoru húsi og í vinnslu-
sal á neðri hæð hússins. Grindverki úr timbri var slegið upp