Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 71

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 71
73 til að binda hrútana við. Litlum stíum var komð fyrir úti fyrir ærhópana, einni stíu fyrir hvern lióp. Hrútar úr hverri sveit voru hafðir saman. Voru hengd upp spjöld hjá hverjum hrút, þar sem tilgreint var nafn hans, aldur, ætt, þyngd og nokkur helztu mál, ásamt því liver væri eigandi og hvaða viðurkenningu hrúturinn hefði hlotið. Gefinn var kostur á að sýna um 100 hrúta á sýningunni. Mátti sýna úr hverri sveit hrútafjölda, sem svaraði til, að einn hrútur væri fyrir hverjar 1000 til 1100 kindur í sveit- inni. Beztu hrútar úr hverri sveit voru valdir af dómnefnd- um á hrútasýningunum. Einnig var leyft að koma með ær- hópa á sýninguna, 8 ær í hverjum, skyldu það vera systra- hópar. Systrahópar þessir voru valdir i'ir hópum, sem sýndir voru með afkvæmasýndum hrútum. 8 ærhópar voru valdir. Ákveðið var að veita verðlaun á sýningunni. V7ar leitað til ríkissjóðs um að leggja fram 10.000.00 kr. til verðlauna á móti 5.000.00 kr. framlagi frá búnaðarsambandinu eða 2/3 verðlaunafjár eins og lög lieimila. Þetta framlag var veitt. Styrkur vegna ferðakostnaður var veittur þeim, sem lengst áttu að sækja á sýninguna, ákveðin upphæð á hverja kind. Var nál. 5.000.00 kr. varið til þess. Dr. Halldór Pálsson var fenginn til að vera dómnefndar- maður á sýningunni, enn fremur þeir ráðunautarnir Bjarni Arason og Leifur Kr. Jóhannesson. Laugardaginn 19. okt. hófst svo sýningin eins og ráð var fyrir gert, líklega stærsta sýning sinnar tegundar, sem haldin hefur verið hér á landi. Komið var með 93 hrúta til sýning- arinnar og 7 ærhópa. Komið var með allar kindur, sem valdar höfðu verið til að mæta á sýningunni, nema hrúta rir Loðmundarfjarðar-, Stöðvarfjarðar- og Helgustaðahreppi og einn systrahóp, dætur Marðar á Brú á Jökuldal. Engar sýn- ingar voru og því engir hrútar valdir í Skeggjastaða-, Mjóa- fjarðar- eða Búlandshreppi.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.