Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 81
Fjórðungsmót
Landssambands hestamannafélaga
Undanfarin ár hefur Landsamband hestamannafélaga
gengizt fyrir því, að halda fjórðungsmót á hverju ári. Er til
þess ætlazt, að þau fari fram í öllum fjórðungunum til
skiptis. Síðastl. sumar var fjórðungsmótið haldið í Austfirð-
ingafjórðungi.
Hestamannafélagið „Freyfaxi“ á Fljótsdalshéraði sá um
undirbúning og framkvæmd mótsins ásamt Búnaðarsam-
bandi Austurlands, en samkvæmt ákvæðum búfjárræktar-
laga er heimilt að sameina sýningu á kynbótahrossmn á
fjórðungsmótum, enda sjái viðkomandi Búnaðarsamband
um allan undirbúning er þeirri sýningu viðkemur. Var svo
gert í þetta sinn.
Mótið var haldið í Egilsstaðaskógi, laugardaginn og
sunnudaginn 20. og 21. júlí. Báða dagana var veður ein-
muna gott, logn og sólskin og skilyrði 511 hin beztu til þess
að mótið yrði vel sótt. Þetta var í fyrsta skipti, sem slíkt
fjórðungsmót hefur verið haldið í þessum fjórðungi. Mótið
var allvel sótt og komu menn lengst að með hesta úr Horna-
firði og Eyjafirði. Eyfirðingar komu með stóran hóp hesta
eða um 80. Með komu sinni settu þeir svip á mótið og gerðu
það enn skemmtilegra. í hrossahóp þeirra var margt góðra
gæðinga, sem hestamenn fýsti að eignast, enda varð úr hjá
þeim nokkur hrossasala.
Eins og fyrr er sagt stóð mótið yfir í tvo daga. Fyrri dag-
inn störfuðu dómnefndir við sýningu kynbótahrossa og gc')ð-
hesta. Luku dómnefndirnar störfum fyrir hádegi á sunnud.
6*