Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 82

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 82
84 Dómnefnd góðhesta skipuðu eftirtaldir menn: Björn Gunnlaugsson, Bogi Eggertsson, Reykjavík, og I'orsteinn Jónsson, kaupfélagsstjóri, Reyðarfirði. Dómnefnd kynbótahrossa: Gunnar Bjarnason, hrossarækarráðunautur, oddamaður dómnefndar, ráðunatarnir Páll Sigbjörnsson og Leifur Kr. Jóhannesson, Runólfur Jónsson, Litla-Sandfelli, og Sigfús Jóhanesson, Vallaneshjáleigu. A laugardaginn kl. 7 um kvöldið fóru fram kappreiðar á skeiðvelli Hestamannafél. „Freyfaxa“ innan við Egilsstaði. Keppt var í 300 m. stökki og tóku þátt í því 16 hestar, þar af voru 3 úr Eyjafirði. Keppni í skeiði gat ekki farið fram vegna ónógrar þátt- töku. Sunnudagurinn var aðaldagur mótsins og fór þá fram samfelld dagskrá, sem hófst kl. 2 e. h. Mótið var þá sett af formanni „Freyfaxa“ Pétri Jónssyni, Egilsstöðum. Þá fluttu ávörp: Steinþór Gestsson. Hæli, for- maður L. H. og Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstjóri, vara- formaður Búnaðarsambands Austurlands. Að þeim loknum ávarpaði Gunnar Bjarnason, hrossaræktarráðunautur, sýn- ingargesti og skýrði frá störfum dómnefndar kynbótahrossa. Settur hafði verið upp dómhringur á sýningarstað og var hrossunum raðað þar upp eftir röð í dómhring. Gunnar Bjarnason lýsti hverju hrossi um leið og það var leitt fram fyrir áhorfendur og því síðan riðið einn hring í dómhring. Þannig höfðu sýningargestir gott tækifæri til þess að fylgjast með hverju einstöku hrossi. Á sýningunni voru sýndir 4 stóðhestar; þar af voru 3 tamdir og hlutu 2 af þeim 1. verðl. C. Voru það Lýsingur frá Voðmúlastöðum, eign Hestamannafélagsins „Ereyfaxa“ og Vinur, eign Kristins Guðmundssonar, Hornafirði. Faðir Lýsings er Lýsingur frá Butru, en móðir Nös frá Voðmúlastöðum. Lýsingur hlaut 8.03 stig fyrir byggingu og

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.