Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Síða 84
86
Glaðs, sem keyptur var sem kynbótahestur af „Freyfaxa".
Hann var keyptur af Páli Sigurðssyni, Fornahvammi. Glað-
ur dó fyrir aldur fram og er líklegt að þar hafi fallið gott
efni. Hryssurnar tvær eru Brynja Sigfúsar í Vaflaneshjáleigu
og Gletta Birnu í Beinárgerði. Skemmtilegra hefði verið, ef
þessar hryssur hefðu verið orðnar nokkuð tamdar, því að
flestar höfðu þær aldur til þess.
Að lokinni dómlýsingu kynbótahrossa lýsti Þorsteinn
Jónsson, kaupfélagsstjóri, dómurn í góðhestakeppni og af-
henti fyrir 3 beztu gæðingana verðlaun og skrautrituð skjöl.
Verðlaun voru 500.00, 300.00 og 200.00 kr.
Alls voru sýnd 18 hross á góðhestasýningunni.
Bezti góðhesturinn var dæmdur Ljónslöpp, sú er var nr.
3 í röð tamdra hryssna af kynbótahryssunum. Umsögn dóm-
nefndar um hana:
Óvenjulega vel gert hross, sem gæðingur, en nýtur sín
bezt á víðavangi. Svipmikil og tilkomumikil, vekur mikla
eftirtekt og hrifningu með öllum sínum tilburðum, fótfimi
og léttleiki framúrskarandi. Hálsinn langur og reisingin
ákjósanleg, áseta góð, fjörið mikið og traust, gangrými
hennar er mikið, en gangurinn fumkenndur og fæst ekki
hreinn á stuttum spöl.
Annar beztur var Rauður Friðriks á Þorvaldsstöðum og
þriðji Sprækur Ingimars á Egilsstöðum.
Þessu næst kynnti formaður „Freyfaxa" úrslit kappreið-
anna, er frarn fóru kvöldið áður og afhenti unr leið verð-
laun fyrir 3 fljótustu hestana, sem voru 500, 300 og 200 kr.
Úrslit í 300 metra stökki urðu:
1. Jörp Jóh. Magnússonar, Breiðavaði, hljóp á 24.9 sek.
2. Rauður Ármanns Guðmundss., Gilsárt., hljóp á 24.9 sek.
3. Blesa Olafs Jónssonar, Urriðavatni, hljóp á 25.5 sek.
4. Roði Jóns Jóhannessonar, Möðrudal, hljóp á 25.9 sek.
Jörp var sjónarmun á undan nr. 2. Jörp hafði áður í
undanrásum hlaupið 300 m. á 23.9 sek.