Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 47
LANDSBÓKASAFNIÐ
47
Fyrsta bókasafn hér á landi (og tók þó ekki til alls almennings, heldur tiltekinnar
hvirfingar manna) var stofnað 1790. Aðalfrumkvöðull þess var Magnús Stephensen,
síðar dómstjóri í Viðey. Þessi stofnun var nefnd „hið íslenzka bókasafns- og lestrar-
félag á Suðurlandi“ eða ,,hið íslenzka Suðurlands bóksöfnunar- og lestrarfélag“. Af
nafninu má að fullu ráða, að það hefir verið bókasafn, en ekki eingöngu lestrarfélag.
Það virðist enn 1818 hafa starfað. Hitt er víst, að bókaleifar þess voru þó ekki seldar
fyrr en 1828 og andvirði þeirra (með samþykki félagsmanna) látið renna til lands-
bókasafnsins. Skjöl þessa félags eru varðveitt í Lbs. 100—1, fol., og eru nú ekki tiltæk
vegna styrjaldarhættu (geymd með öðrum handritum safnsins langan veg frá Reykja-
vík). Þess skal enn fremur getið, að á svipuðum tíma var stofnað lestrarfélag nyrðra,
og var Stefán amtmaður Þórarinsson aðalmaður í því. Ekki eru nú kunn skjöl þess.
Á öndverðri 19. öld var lestrarfélag við Djúpavog. Forstöðumaður þess var Jón
verzlunarstjóri Stefánsson, maður mjög unnandi bókúm, íslenzkum fræðum og eink-
um kveðskap. Síðar á öldinni risu víða upp lestrarfélög um landið, og skiptir það
efni oss ekki hér.
Nálægt aldamótum 1800 hófst í Þýzkalandi mjög þjóðleg stefna,
Stoínun safnsins þjóðernis- eða þjóðminjastefna (svo að nefnt sé eitthvað af ein-
og tJdrög kennum hennar). Efldist hún brátt til nálægra landa í allar áttir.
Ekki er hér staður né rúm til þess að rekja tildrög hennar, né heldur lýsa til nokkurrar
hlítar. Þess nægir að geta hér, að henni fylgdi þjóðernisvakning mikil og að fylgis-
menn hennar lögðu kapp á að leita beint til almúgans um öll alþýðleg fræði, mál og
menning. Risu við það upp í nálægum löndum voldugar stofnanir og félög og höfðu
þetta að marki.
Ekki áraði vel að neinu leyti hérlendis á öndverðri 19. öld. Olli því einkum styrj-
öldin með Englendingum og Dönum, og var henni eigi að fullu lokið fyrr en 1814.
Leiddi hún til peningahruns mikils í Danmörku (1813), er bankaseðlar féllu niður
um B/e> °g bitnaði það á ýmsum mönnum hér á landi. Var hér því ærið dapurlegt
umhorfs og í hugum margra í senn. Bókagerð hélt þá einn uppi hér Magnús dóm-
stjóri Stephensen í Viðey, og mátti þó kalla meir af vilja en mætti. En þó að doði og
deyfð hvíldi þá, að vonum, rnjög í hugum manna, verður þess samt vart í bréfagerð-
um Steingríms Jónssonar, síðar byskups, og Bjarna þá fulltrúa í fjárstjórnarráðinu
Þorsteinssonar, síðar amtmanns (bréf frá 1812 og um það bil), að þeim er ríkt í hug
að setja hér upp bókmenntafélag, reyndar í líkingu við lærdómslistafélagið, sem þá
var kulnað út fyrir nokkuru, en þó hafa þessir menn að líkindum verið snortnir af
hinni andlegu hræringu, sem þá gekk um nálæg lönd. Það má því af þessu og ýmsu
öðru skilja það, hve góðar viðtökur fengu hérlendis tillögur um stofnun hins íslenzka
bókmenntafélags, sem fullnuð varð 1816, að hvötum hins fræga danska málfræðings
Rasmusar Rasks og síra Árna Helgasonar í Görðum. Kenndi þegar í byrjun áhrifa
hinnar nýju stefnu í vali rita, sem frá félaginu fóru, Sturlungasögu og Árbóka Jóns