Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 58

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 58
58 PÁLL EGGERT ÓLASON 996 bindi, frá Svíaríki 657 bindi, frá Þýzkalandi 353 bindi (mestmegnis frá Brock- haus), frá Danmörku (og er þar talið frá 1850) einnig 353 bindi (þar af 222 auka- eða afgangsbindi frá konungsbókhlöðu og 91 bindi frá Rafni), frá Noregi 157 bindi, frá Hollandi 36 bindi og frá Frakklandi 12 bindi. Árið 1868 barst safninu mikil gjöf frá Danmörku, 3293 bindi frá konungsbókhlöðu og úr einkasafni konungs 684 bindi, auk 79 dráttbréfa, koparstungna og steinprentaðra mynda. En allar þessar gjafir voru fyrst um sinn falinn fjársjóður. Viðleitni Jóns Árnasonar til þess að afla safninu aukinna tekna bar mjög lítinn árangur. Við gjafir og aukning safnsins að öðru leyti varð rúmið á dómkirkjuloftinu smám saman mikils til of þröngt, og svo kom loks (árið 1870), að landstjórnin fekkst til þess að veita 500 rd. (á tveim árum) til þess að auka salakynni safnsins og bæta, enda veitti eigi af, og má hafa það að dæmi (auk þrengsla), að bókavörðurinn hafði oftsinnis kvartað undan leka og jafnvel snjó- foki, sem ylli skemmdum á bókunum. Af sama fjárframlagi skyldi jafnframt kostað framhald bókaskrár. Þóknun bókavarðar var 1867 orðin 50 rd., en 1 skilding (2 aura) fekk hann að auk fyrir hvert rit, sem hann skrásetti. En þegar hér var komið, synjuðu stiftisyfirvöldin að veita nokkura þóknun fyrir þetta starf sérstaklega. Er af þessu greinilegt, hver þröngsýni og skilningsleysi ríkti um málefni bókasafnsins. Eftir að fjárhagur Islands var greindur frá Danmerkur tóku þó horfur bókasafnsins nokkuð að batna. Jafnskjótt sem alþingi fekk fullt lögsetningarvald (1875), var tekin upp sérstök fjárveiting handa safninu, þó að raunar í upphafi næmi einungis 400 kr. allt fjárhagstímabilið (þ. e. 1876—7). Árið 1871 fekk safnið 841 bindi að gjöf eftir síra Þorgeir Guðmundsson í Nysted, en hann lézt það ár, og skyldi bókum þeim haldið sér. En þetta skilyrði gleymdist, og um eða skömmu fyrir aldamótin var þessum bókum skipt upp eftir efni í deildir safnsins; voru sumar þeirra fágætar og í ágætu bandi. Á þjóðhátíðinni 1874 fekk bókasafnið talsvert verðmætra gjafa frá útlöndum. Jón Árnason samdi skrá um þær bækur og lét prenta sama ár. Þá kom einnig út frá hendi sama manns „Skrá yfir prentaðar íslenzkar bækur og handrit í stiftisbókasafninu í Reykjavík“. Af skrá þessari má greinilega sjá, hversu mikið skarð var enn í hinar eldri íslenzku bækur safnsins. Handritaskráin er nokkuð stuttorð, en veitir þó hugboð um efni handritanna og fjölda þeirra (þau voru þá einungis 530 bindi). Bæði þessi söfn jukust 1877, er Páll stúdent Pálsson lézt. Tókst safninu að kaupa eftir hann 519 íslenzkar bækur og 94 bindi íslenzkra handrita. Kaupverð var 500 kr. Enn meiri aukn- ing fekk landsbókasafnið sama ár, hina mestu og mikilvægustu frá stofnun safnsins og allt fram á þenna dag. Alþingi þá veitti 25000 kr. til að kaupa bókasafn og handrit Jóns Sigurðssonar. Reyndar var áskilið, að hann fengi að halda sjálfur bæði bókum og handritum til æviloka. En hann andaðist skömmu síðar (1879). Handritin, sem bókasafnið fekk eftir bann, voru 1337 bindi að tölu, en prentaðar bækur 5047. Það er óviðkunnanlegt, að bókasafni Jóns Sigurðssonar skyldi ekki haldið sér í lands-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.