Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Qupperneq 46

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Qupperneq 46
46 PÁLL EGGERT ÓLASON stólar landsins voru lagðir niður í lok 18. aldar. Fer ekki hjá því, að við það hafi rofn- að forn og óslitinn menningararfur og margt hóka tvístrazt og jafnvel borizt í hendur mönnum, sem lítt eða ekki báru skyn á þessi efni. Reyndar hafa skjalasöfnin að mestu varðveitzt frá stólunum (byskupsskjalasafn, sem svo er nefnt, er nú í þjóðskjalasafni) og talsvert mikið af bréfabókum byskupanna (einnig í þjóðskjalasafni). Nokkuð úr bréfabókum Guðbrands byskups Þorlákssonar, leifar af skjalabókum Odds byskups Einarssonar, bréfabækur Gísla byskups Oddssonar og Brynjólfs byskups Sveinssonar bárust til Kaupmannahafnar með Árna Magnússyni og festust í safni hans. Hinir síðustu Skálholtsbyskupar (Finnur Jónsson og Hannes Finnsson) létu sér mjög annt um allt, sem var handritakyns. Að Hólum voru tíð byskupaskipti á síðara bluta 18. aldar. En við skólann þar voru tengdir tveir menn (Hálfdan rektor Einarsson og Hall- dór konrektor Hjálmarsson), sem lögðu mikla rækt við skjöl og handrit stólsins. Fá- tækt og hnignun, sem einkenna 18. öld sögu vorrar og raunar að sumu leyti öndverða 19. öld, hafa vafalaust gert sitt til í þessu efni. Bágindum fylgir jafnan hirðuleysi um annað en það, sem beint varðar framdrátt lífsins. Samt sem áður er mj ög mikill hluti þess, sem samið hefir verið á íslenzku, varðveittur í söfnum innan lands og utan. Jafnvel eldsvoðinn mikli í safni Árna Magnússonar 1728 eyddi ekki nema örfáum þeirra handrita, sem með réttu má telja fornrit. Hins vegar er sannanlegt, að þessi bruni bjó mikið skarð í íslenzk frumskjöl, hinar yngri skjalabækur og nokkuð í íslenzkar bækur prentaðar. Er það tjón óbætanlegt sögu lands vors og þjóðar. Því verður ekki í móti mælt, að það er almúgamönnum fyrri tíma og ýmsum áhugasöm- um lærðum mönnum að þakka, hve mikið varðveittist, ef ekki í frumritum, þá í upp- skriftum. Af prentuðum bókum íslenzkum er að vísu allt horfið, sem birt kann að hafa verið í prentsmiðju Jóns byskups Arasonar, meðan hann var lífs (2 blöð úr einni bók hans, Breviarium Holense, eru talin varðveitt í konungsbókhlöðu í Stokk- hólmi). En af bókum þeim, sem síðar voru prentaðar hérlendis, hefir algerlega horfið einungis bók og bók. Má vísa um þetta efni í bókaskrár Halldórs Hermannssonar á 16. og 17. öld og önnur bókfræðirit hans. Hér er ekki rúm né staður til þess að tína fram nöfn á fornsögum, fornkvæðum og öðrum handritum, sem sýna má, að glatazt hafa, en verið hafa þó til fram á 16., 17. og jafnvel 18. öld. Um útlendar bækur, sem bárust inn í landið á fyrri öldum, verður hér fátt sagt. Það er kunnugt af skjölum, að til voru hér sumstaðar bækur á pergamenti eftir kirkju- feður og jafnvel forna latneska rithöfunda, en þær hafa annaðhvort eyðzt eða borizt út úr landinu aftur. Eftir að prentöld hófst, barst hingað að sjálfsögðu margt útlendra bóka prentaðra, og til voru menn hérlendis, þeir er áttu geysimargt útlendra bóka. Svo var um síra Arngrím lærða Jónsson, þótt ekki höfum vér skrá um bækur hans, og þá ekki síður um Brynjólf byskup Sveinsson (skrá um að minnsta kosti nokkurn hluta útlendra bóka hans er varðveitt í bréfabókum hans). En slík bókasöfn einstakra manna tvístruðust að þeim látnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.