Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Side 65
LANDSBÓKASAFNIÐ
65
mest kvæðasafn (10 bindi), er safnað hafði eða skrifað Jón verzlunarstjóri Stefánsson
við Djúpavog (en keypt voru þau að öðrum manni). Merkast af því, sem deildin
eignaðist í handritum á næstu árum, var sóknarlýsingar, sem deildin stofnaði sjálf til
með boðsbréfum eða spurningum, vegna fyrirhugaðrar lýsingar
íslands, sem raunar ekkert varð úr. Sóknarlýsingarnar sluppu
úr brunanum 1847. Ekki gekk þó hraðara en svo að safna
handritum, að 1852 átti deildin 37 bindi. Eftir að Jón Sigurðs-
son tók við forstöðu deildarinnar, óx handritasafnið hröðum
skrefum, enda sendi hann út boðsbréf um þetta 1854. Gekk
söfnunin svo ört, að 1869 átti félagið 771 bindi, en sú tala tvö-
faldaðist nálega á næstu 15 árum. Langflest voru handritin frá
Jóni Borgfirðingi, á 4. hundr. bindi. Hann hafði verið bók-
bindari, setzt að á Akureyri, fengizt þar einnig við bókagerð
og farið þá í bóksöluferðir um landið. Síðar varð hann lög-
regluþjónn í Reykjavík. Það var einkum á bóksöluferðum sín-
um, að Jón Borgfirðingur komst yfir handrit (og gamlar
bækur) og sendi þau Kaupmannahafnardeildinni jafnóðum. Að vísu fekk hann að
jafnaði þóknun fyrir frá félagsdeildinni, enda líklega oftast lukt eitthvað fyrir þau,
þeim er hann keypti þau að, og maðurinn fátækur. Leiddi þetta alllöngu síðar til þess,
að hann var kjörinn bréfafélagi, síðar heiðursfélagi deildarinnar. í þakkarskyni fyrir
þessa sæmd hefir það verið, að hann ánafnaði deildinni í Kaupmannahöfn flest hand-
rit, sem hann átti (sendibréf o. fl.). Það, sem Jón Borgfirðingur safnaði, er að vísu
flest ruslkennt, en sýndi þó áhuga hans og góðan vilja. Guð-
mundur sýsluskrifari og skáld Einarsson (frá Starrastöðum,
Bjarnasonar) arfleiddi Reykjavíkurdeildina að öllum bókum
sínum, og eru handritin frá honum 84 bindi. Frá Marteini
gullsmið Jónssyni eru samtals 68 bindi, frá Sigmundi Matt-
íassyni Long 60 bindi, frá Þorsteini Þorsteinssyni að Upsum
48 bindi; allir þessir þrír menn fóru síðar vestur um haf, og
átti Sigmundur Mattíasson þó enn eftir að auðga handritasafn
landsins. Frá Olafi hreppstjóra og skáldi Briem á Grund komu
að gjöf 31 handritabindi, frá síra Sigurði Br. Sívertsen að Út-
skálum 26 bindi. Að öðru leyti skal um þetta efni vísað í ald-
Jón Borgfirðmgur arminningarrit bókmenntafélagsins, Rv. 1916. Það var auð-
vitað ekki mark bókmenntafélagsins beinlínis að eignast önnur
handrit en það tæki til prentunar og miklu hentara Islendingum, að landsbókasafnið
tæki við handritum þess. Dr. Björn M. Ólsen knúði fast á eftir þessu og hóf bréfa-
gerðir um það mál 1895 (með fram vegna bágs efnahags félagsins), en hann var
þá nýlega orðinn forseti Reykjavíkurdeildar.
5