Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 52

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 52
52 PÁLL EGGERT ÓLASON til tryggingar 5 rd. eða fái búsettan mann í Reykjavík til ábyrgðar, þann er stjórn safnsins taki gildan. Bókalán voru heimiluð öllum landsmönnum, en sérstök ákvæði sett um Reykjavík og byggðarlög þar í grennd. Tilhögunin var þá í rauninni líkust því, sem bér væri um lestrarfélag að ræða. Af bréfagerðum Hoppes stiftamtmanns við Rafn má ráða það, að tryggingarféð var að jaínaði ekki endurheimt og að það var notað í þarfir safnsins (til bókakaupa og bókbands). Eftir fyrstu bókaskránni (1828) voru í safninu samtals 3777 bindi, og voru þau öll þegin að gjöf, þegar frá eru talin 35 bindi, sem keypt liöfðu verið af fé safnsins. Að auk átti bókasafnið 300 aukaeintök. Var mestur hluti þeirra seldur, en sumt gefið amtsbókasafni Norður- og Austuramts, en það var þá nýstofnað á Akureyri. Gef- endur eru taldir í þessari bókaskrá, og er langmest bóka gefið af konungsbókhlöð- unni í Kaupmannahöfn (569 bindi), og lét hún af hendi rakna nokkurn hluta af auka- eintökum sínum að tilmælum kanzellísins, sem áður getur. Aðalaðstoðarmaður Hoppes stiftamtmanns í bókasafnsstörfunum var skrifari hans, Jóhann Pálsson, síðast prestur að Auðkúlu. Litlar voru tekjur safnsins og hrukku ekki til bókakaupa að nokkuru ráði. Það var bót í máli, að við og við bárust að mikl- ar bókagjafir. Svo var t. d. 1828. Þá hlaut bókasafnið mikið og merkt safn (276 bindi) frá Sveini lækni og náttúrufræðingi Pálssyni. Það var miklum erfiðleikum bundið að fá bundnar inn bækur safnsins. Bókbandsiðn stóð þá á mjög lágu stigi hér á landi, bókbindarar, sem heita áttu, fullkomnir klaufar, enda kvartar Hoppe stiftamt- maður mjög undan þessu. Þar við bættist, að bókbandsefni var dýrt og erfitt að fá það. Framan af lét bókmenntafélagið binda á sinn kostnað meginhluta bóka þeirra, sem safnað var til safnsins utanlands, en Hoppe stiftamtmaður lét senda til Kaup- mannahafnar dýrmæt rit óinnbundin til bands þar. í þessu efni var það, sem oftast ella, Rafn, sem leitað var til, einnig að umsjá um þetta. Það er skylt að nefna, að stjórn safnsins vann að öðru leyti kappsamlega að því að fá menn til að gefa safninu bækur, bæði með bréfagerðum við aljjjóðlegar stofnanir og sjóði og umburðarbréf- um til einstakra manna. Leiddi af þessu, að ýmsir einstakir menn, einkum í Reykja- vík og byggðarlögum þar í grennd, hétu fjártillögum árlega. Þó verður að nefna jjað, að því fór fjarri, að bókasafnið hlyti þær vinsældir eða vekti þann áhuga meðal alls almennings í landinu, sem það þó að sjálfsögðu verðskuldaði. Og það hafði við full rök að styðjast, að Hoppe stiftamtmaður, sem með dug og dáð gekk að þessu verki, kvartaði undan því, að „embættismannastéttin sýndi yfirleitt hálfvelgju í þessu máli.“ Hins vegar var þess naumast að vænta, að almúginn, sem ekki skildi útlendar tungur, væri áhugasamur eða fús á að styðja að því, að stofnað væri til þess að safna bókum, sem fáir almúgamenn skildu. Fyrsta bókaskráin (1828) sýnir það, og var raunar ekki annars að vænta, hve mjög var komið undir hendingu um bókagjafirnar, og J:>að var í rauninni, eins og þá stóð á, ókleift stuðningsmönnum þessa málefnis, Rafni og öðrum, að koma af stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.