Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 71

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 71
LANDSBOKASAFNIÐ Lestrarsalur landsbókasajnsins variS úr landsjóði til bókbandstækja, ráðinn fastur bókbindari og heimilt að kaupa aSstoS handa honum eftir þörfum. I húsið var settur fastlaunaður dyravörður, og var honum ætluð íbúð þar, enda átti hann þar heima með heimafólki sínu, þangað til svo kom, aS laka þurfti vistarveru hans undir bækur, vegna þrengsla í safninu. Arin lf)09—10 voru bókavörðum og öðrum starfsmönnum safnsins sett erindisbréf. I nýja húsinu var útlánssalur opinn (þ. e. mönnum léðar bækur út úr húsinu) á nverjum virkum degi kl. 1—3, og svo er enn. Lestrarsalur var lengi hafður til nota gestum kl. 12—2 og 5—8 virka daga, en ýmsar breytingar hafa orðið á þessu, jafnvel aukið við tíma til lestrar í milli 8 og 10 á kvöldin, en það þókti koma að litlum notum, með því að sókn var dræm. Nú er lestrarsalur til fullra nota kl. 1—7 virka daga. Þetta virðist vera heldur stuttur tími. Almenningur á þá kröfu til þjóðbókasafns, að það verði sem flestum að gagni, og ætti þá lestrarsalurinn að vera opinn rniklu lengur, t. d. 12 klst. á dag óslitið, svo sem frá 9 að morgni til 9 að kveldi. AuSvitaS yrði þá að fjölga starfsmönnum, svo að unnt væri að hafa vörzluskipti, og mun þykja hæfa að ætla slíkum starfsmönnum ekki lengra vinnutíma en 6 klst. hvern virkan dag. Flestir eru slíkir menn og munu verða fræðimenn á einhvern hátt, svo að ætla verður þeim einhvern tíma daglega til ritstarfa í hugðarefnum sínum. SíSan landsbókasafniS var flutt í hús þetta, hefir það eflzt geysilega. Eitt hið fyrsta,

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.