Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 54

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 54
54 PÁLL EGGERT ÓLASON gangi Nýrra félagsrita. Tætir hann þar sundur alla ritsmíð þessa, svo að ekki stendur steinn yfir steini. Meðal annars kemst hann svo að orði, að ef menn væru „ókunnugir, þá mundu menn álykta þar af, að einhver stjórnarmannanna hefði samið, en þegar menn fara að fletta hæklingnum, mun það fljótt verða augljóst hverjum manni, að eng- inn menntaður maður muni hafa gert það, því síður nokkur af stjórnarmönnunum, heldur muni höfundurinn vera tómthúsmaður, eða þaðan af minna, og prentarinn drengur, sem hafi verið að leika sér að setja saman ljótustu stafina úr allra handa letri, sem hafi legið fyrir honum í hrúgum. Það er bágast að sjá, hvernig á því stendur, að stjórnarmenn hókasafnsins senda registrið, eins og það er, til velgerðarmanna safns- ins, en væri það á Hornströndum, þá segðu menn, það væri svo til komið, að bókin væri umskiptingur, sem ill vættur hefði sent í stað ens rétta registurs, til að koma inn hjá útlendum mönnum forakti á ís- lendingum og aftra þeim frá að sýna því landi nokkura velvild, en allra helzt frá því að gefa þangað bækur.“ Jón Sigurðsson lýkur ritdóminum á þessa leið: „Til að bæta úr þessari ávirð- ingu sé eg ekki annað ráð en að stjórnarmenn verði (og séu skyldir) að láta gera nýtt registur hið allra bráðasta, og á safnið ekki að borga það að réttu lagi, en þetta registur ætti að brenna upp, svo að það verði engum til ásteytingar, nema mönnum þækti hæfa að geyma eitt af þeim í safninu sjálfu til sýnis handa eftirkomendunum.“ Þótt dómurinn sé harður, er hann studdur við full rök. Rafn varð mjög gramur af þessari skrá og neitaði að senda hana vinum sínum í útlöndum, en stjórnarmenn safnsins voru lengi skömmustulegir af blygðun og vildu víkja ábyrgð- inni hver á annan. Arið 1845 andaðist Steingrímur byskup Jónsson. Leiddi lát hans til mikils atburðar í sögu safnsins og starfi. Steingrímur hyskup var lærðasti maður landsins og átti mikið safn handrita, einkum lútandi að ættvísi, mannfræði og sögu. Hann hafði og í vörzlum sínum handrit Hannesar byskups Finnssonar, og voru þau, sum, komin frá Finni byskupi, föður hans, og jafnvel frá föðurföður, síra Jóni Halldórssyni í Hítar- dal. Erfingjar Steingríms byskups buðu bókasafninu handritasafnið allt við lágu verði (1200 rd.). Safnið sjálft var þá ekki megnugt til slíkra kaupa, og var þá leitað til stjórnarinnar um fjárframlag til þessa. Hún brást vel við og setti nefnd þriggja manna (þar á meðal Jón Sigurðsson, ásamt Rafni og Sveinbirni rektor Egilssyni, sem þá var staddur í Kaupmannahöfn) til að íhuga boðið. Nefndin réð fastlega til kaupanna, og varð það úr að stjórnin veitti fé, sem þurfti. Var þetta fyrsti vísir að handrita- safni hókasafnsins. Af þessum handritum voru 176 bindi runnin frá Hannesi byskupi Finnssyni og 217 frá Steingrími byskupi. Þess má geta, að þó að Steingrímur byskup væri orðlagður hirðumaður og léti sér ekki sízt annt um bækur og handrit, má þó Steingr. bp. Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.