Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Qupperneq 8
8
LANDSBÓKASAFNIÐ 1972
Universitátsbibliothek, Kiel. - Universitetsforlaget, Oslo. - University Library, King’s College,
Aberdeen. - University of California, Berkeley. - University of Leeds. - University of Manitoba,
Winnipeg. - University of North Carolina, Chapel Hili. - University of Pittsburgh. - Upplýsinga-
þjónusta Bandaríkjanna, Reykjavík. - Verlag V. Koerner, Baden-Baden. - J. S. Walker, Selkirk,
Manitoba. - Dr. Ole Widding, Kpbenhavn. - Dr. Volker Wille, Oberstedten. - World Health
Organization, Geneva. - Dr. George R. Wren, George State University. - ZBN-Verlag, Darmstadt. -
Þjóðbókasafnið, Peking. - Þjóðbókasafnið, Pyongyang.
HANDRITADEILD Handritakostur Landsbókasafns var í árslok 12. 510 skráð hand-
rit. Grímur M. Helgason, forstöðumaður handritadeildar, og
Nanna Ólafsdóttir, annar starfsmaður deildarinnar, unnu auk skráningar nýrra hand-
rita að ýmislegri könnun safnsins. T. a. m. hefur verið kannað skipulega, hvaða hand-
rit þarfnist viðgerðar, og er sýnt, að verkefnin eru þar geysimikil.
Vinna að kvæðaskrá hefur legið niðri um hríð, en því verki þyrfti að ýta á flot
aftur, því að erfitt verður um rannsókn og útgáfu kvæða margra höfunda frá fyrri
tíð, meðan fullkomin skrá um kveðskap þeirra er ekki til.
Páll Bjarnason cand. mag. vann um sumarið í ígripum að skráningu bréfasafna.
Nú verður getið ýmissa handrita, er gefin voru Landsbókasafni á árinu: Ludvig
Storr aðalræðismaður afhenti 19. júní, á afmælisdegi Jóhanns Sigurjónssonar skálds,
öll ritverk hans ásamt handritum, bréfum og blaðaúrklippum, sem gefandi átti þá í
fórum sínum, en hét jafnframt, að safnið fengi síðar það efni eftir Jóhann eða varð-
andi hann, er honum kynni enn að áskotnast.
Ludvig Storr hefur þannig breytt fyrri ákvörðun um, að umrætt efni yrði afhent
eftir hans dag, svo sem fram kom í gjafabréfi gefanda, dagsettu á 50. ártíð skáldsins
30. ágúst 1969, en þá hófst í Landsbókasafni sýning á verkum Jóhanns og þá m. a.
ýmsu úr hinni merku gjöf Ludvigs Storr (sbr. Arbók Landsbókasafns 1969).
Halldór Laxness, Ragnar Jónsson og Ólafur Pálmason afhentu mikinn fjölda hand-
rita og vélrita verka skáldsins, ennfremur sum verk þess í próförkum eða fyrri útgáf-
um með eiginhandarbreytingum höfundarins.
Landsbókasafn átti fyrir mikið safn margvíslegra handrita Halldórs Laxness og á
von á meiru. Efnt var á sjötugsafmæli Halldórs, eins og síðar getur, til sýningar á
verkum hans, og í Árbók safnsins 1971 var sem kunnugt er birt skrá Haralds Sigurðs-
sonar bókavarðar um verk Halldórs Laxness á íslenzku og erlendum málum.
Haraldur Ólafsson bankamaður í Reykjavík gaf sendibréf, dags. 13.7. 1761, frá
Snorra Björnssyni presti á Húsafelli til Magnúsar Gíslasonar amtmanns og Finns
Jónssonar biskups. Haraldur færði safninu einnig nokkur blöð og snepla, sem hann
hafði hirt innan úr gömlum bókaspjöldum.
Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður afhenti ýmis gögn, m. a. Rímur af barndómi
Jesú Krists eftir sr. Guðmund Erlendsson í Felli, með hendi Jóns Davíðssonar 1866,
og prófarkir af skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar Norðan við stríð.