Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Page 122

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Page 122
122 NOTKUN BÓKA OG BÓKASAFNA ar í hillum sínum reiðubúnar að fræða hvern þann, er til þeirra leitar, eins og gamall enskur höfundur Richard de Bury, biskup af Durham, segir í bók sinni Philobiblion, ritaðri 1344, en útgefinni 1473, um bækurnar: „Þær eru kennarar, sem kenna oss án þess að beita vendinum eða reglustikunni, ávítum eða reiði, án þess að heimta föt eða fé fyrir; leitir þú fræðslu hjá þeim, dylja þær ekkert; misskiljir þú þær, verða þær ekki önugar, sértu heimskur, geta þær ekki hlegið að þér.“ Og Carlyle hefir sagt í frægum kafla í bók sinni: On heroes and hero-worship: „Hinn sanni háskóli á vorum tímum er bókasafn." Það er líka sá háskólinn, sem öllum stendur opinn. Fyrsta spurningin, sem vaknar hjá oss, þegar vér viljum fræðast um eitthvert efni, er venjulega þessi: í hvaða bók skyldi ég geta fundið það? Hvað skyldi vera til um þetta á prenti? Og hið fyrsta, sem mig langar til að leiðbeina ykkur um, er það, hvar þið getið helzt fengið svör við slíkum spurningum. Ef til vill getur einhver, sem þið spyrjið um það, sagt ykkur það, en öruggast mundi að fara beint hérna upp á Lands- bókasafnið og spyrja bækurnar og skrárnar, sem hér eru á lestrarsalnum. Auðvitað vantar mikið á, að hægt sé hér að fá svör við öllum slíkum spurningum, en hér eru áreiðanlega til bækur, sem svarað geta mörgum þeirra að meira eða minna leyti, eða bent á aðrar bækur, sem hér eru ekki til, en afla mætti, ef á þyrfti að halda. Eins og þið vitið, eru til bækur, sem hafa það hlutverk að svara í sem stytztu máli sem flestum þeim spurningum, er menn vilja fá einhverja úrlausn á í fljótu bragði. Það eru alfræðibækurnar, konversationsleksika. Og þangað leitar auðvitað hver mað- ur fyrst. Þar er að jafnaði ekki aðeins gerð grein fyrir efninu, heldur og vísað til helztu bóka, sem um það hafa verið ritaðar. Auk þessara abnennu leksikona eru eins og þið vitið önnur, sem ætluð eru til að veita fræðslu í sérstökum fræðigreinum, t. d. ævisögu leksikon (biografisk leksikon), sem þá eru venjulegast hvert miðað við sér- staka þjóð: danskt, norskt, sænskt, enskt, amerískl o. s. frv. eða þá við sérstaka stétt manna, t. d. lækna, lögfræðinga, guðfræðinga, rithöfunda, listamenn o. s. frv. Á sama hátt eru til sérstök leksikon fyrir landafræði, stjórnfræði, uppeldisfræði, heimspeki, guðfræði, fornfræði, vörufræði o. s. frv. 1 þeim eins og hinum er venjulega vísað til annarra bóka, er veita frekari fræðslu um hvert efnið. En svo eru til bækur, sem veita ekki aðra fræðslu en þá, hvaða bækur séu til um hin og þessi efni. Það eru bókfræðibækurnar. Þær eru margvíslegar. Stundum eru það skrár yfir allar bækur, sem kcmið hafa út á tilteknu tímabili hjá einhverri þjóð, t. d. Dönum, Svíum o. s. frv. Eða skrár yfir bækur í sérstakri fræðigrein. Eða skrár yfir helztu bækur í öllum vísindagreinum á hvaða máli sem er. Eða skrár yfir það, sem út kemur árlega um allar greinir í einhverju landi. Eða skrár yfir það, sem út hefir komið á sérstöku ári eða árabili í sérstakri fræðigrein. Eða skrár yfir bækur á sér- stöku bókasafni. Eða skrár yfir það, sem keypt hefir verið lil sérstakra bókasafna til- tekið ár í einhverju ríki o. s. frv. Þetta eru þá helztu tækin til að vita, hvaða bækur eru til um eitthvert efni. En oss þykir sjaldan nóg að vita, að til er bók um það efni, sem vér viljum fræðast um og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.