Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 140

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 140
140 SÆMUNDUR MAGNÚSSON HÓLM OG KORTAGERÐ HANS Olaviusar, sem ugglaust eru þó gerð eftir frumdráttum höfundarins sjálfs. Loks eru til eftir Sæmund eftirmyndir 5 Grænlandskorta, en ekki mun hann eiga neinn þátt í önd- verðri gerð þeirra.0 Skal nú vikið að kortunum hverju fyrir sig: 1. Partur af Rangárvalla Syslu Vestur Partur Skapta Fells Syslu (19.8X62.5). Kortið er varðveitt í Landsbókasafni.7 Það er óárfært og höfundar hvergi getið, en með glöggri rithönd Sæmundar og efalaust eftir hann. A kortinu eru h. u. b. 90 örnefni og tveir þriðju hlutar þeirra frá æskuslóðum Sæmundar austan Mýrdals. Tungnaá (Tuna) markar vitneskju kortagerðarmannsins norður á bóginn, því að norðan henn- ar eru engin örnefni önnur en Sprengisandur (Sprenge Sandur). Kort þetta verður hér á eftir nefnt a. 2. \Suðurströndin frá Þingvallavatni og Þorlákshöfn að Jökulsá á Breiðamerkur- sandi] (30.6X82.7). VarÖveitt í Landsbókasafni.8 Hér er kortið töluvert stækkað frá fyrra korti og aukiö nöfnum til verulegra muna, en að öðru leyti svipar þeim mjög saman. Tungnaá er sem fyrr og einnig á öðrum kortum Sæmundar á mörkum þess, sem hann telur sig vita eitthvað um, og hins, sem honum er ókunnugt. Norðan árinnar eru aðeins „Obygder“, unz komið er vestur fyrir Þjórsá. Þá teygist úr kortinu upp að Bláfelli, sem hlasir við víða úr Biskupstungum. Sú slysni fylgir þó þessum tilburðum, að fjallið lendir fyrir austan Hvítá, enda liallar áttum J.angað til norðausturs úr Biskupstungum, og kann það að valda skekkjunni. Vörðufell hafði Sæmundur daglega fyrir augum á Skálholtsárum sínum, en ekki er lengra þaðan að Bláfelli en sem svarar tveim-þriðju vegalengdar milli ósa Hvítár og Þjórsár. Sæmundur hefur ef til vill veriö ókunnugur á Bakkanum. Kortið er hér eftir merkt b. Handritið Lbs. 113 4to er komið úr fórum Steingríms biskups Jónssonar, en honum fénaðist margt handritakyns úr búum þeirra Finns og Hannesar biskupa, þegar hann gekk að eiga ekkju hins síðarnefnda. Það er því freistandi að láta sér detta í hug, að minna kortiö sé einmitt kort það, sem Sæmundur gerði í Skálholti árið 1770 og Finnur biskup „hiellt til baka“. Stærra kortið og önnur kort hans, líklega eða örugglega yngri, kynnu að geyma leiðréttingar frá síðari ferðum. Þetta er þó vitaskuld ekki annað en lausleg tilgáta. 3. Eitt Kort yfer Sudur Sydu Islands nefnelega Eirn Part af Sudlendinga og aust- lendinga Fiördung, sem skiptast vid 80 (þ. e. Jökulsá á Sólheimasandi). Scripsit Havniœ 1776. S. M. Holm. Kortið sjálft er glatað. Sæmundur mun hafa haft það lag á, sem ýmsir aðrir korta- gerðarmenn brugðu fyrir sig, að rita ekki örnefni eða önnur heiti á kortið sjálft, heldur tölustafi og bókstafi. Þýðingar merkjanna fylgdu svo með á jöðrum eða í sér- stöku bókarkorni. Hér mun sá háttur hafa verið hafður á og skýringartextinn einn varðveitzt.0 Kortið sjálft mun allt hafa verið markað tölustöfum og litlum og stórum bókstöfum úr latnesku og grísku letri. Til þessara merkja svara svo skýringar les- málstextans. Kortið sjálft spannar hér um bil sama svæði og b eða frá Laugarvatni (1)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.