Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Síða 141

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Síða 141
SÆMUNDUR MAGNÚSSON HÓLM OG KORTAGERÐ HANS 141 að Jökulsá á Breiðamerkursandi (183). Af markstöfum þessum má ráða, að nálægt 300 örnefni hafa verið á kortinu og það verið rækilegast allra korta Sæmundar. Með hliðsjón af öðrum kortum hans og talna- og stafaröð örnefnanna má gera sér töluverða grein fyrir efni uppdráttarins. En auk beinna skýringa á kortinu sjálfu er að finna á bók þessari lýsingu Vestur-Skaftafellssýslu, sem sitthvað athyglisvert geymir, ekki sízt um þau landsvæði, er hurfu undir eldstorku Skaftárelda sumarið 1783. Ekki skal þó staðhæft, að allur sá fróðleikur sé að sama skapi traustur og hann er stórfenglegur, og sitthvað hæpið flýtur með í frásögninni. Öræfajökull er t. a. m. hæsta fjall Evrópu og Skógafoss 200 faðma hár. Síðar, í riti sínu um Skaftárelda, segir Sæmundur raunar, að Klofajökull sé hærri en Öræfajökull.10 Hér á eftir verður vísað til lýsingar þessarar með bókstafnum c. 4. Kort Afrisning af Raangaae-valle og Vestmafiöe Sysseler, samt Skaptefields Syssel vestere deel, til-lige med noget Stykke af dens östere deel, og endnu en part af Arness Syssel. S. Magni Holm Havniœ 1777 (32.5X86.9). Kortið er nú í Konunglega bóka- safninu í Kaupmannahöfn.11 Það nær frá Selvogstanga austur að Ingólfshöfða, en til norðurs takmarkast það af jöklum, eyðifjöllum og Tungnaá eins og önnur kort Sæ- mundar. Vestan Þjórsár er dregið til fjalla nokkru lengra norður, en ekki eru þau nafngreind. Merkt hér á eftir d. 5. [Kort af suðurströnd íslands frá Ölfusi að Ingólfshöfða] (19.7X77.3). Kortið er nafnlaust og höfundar að engu getið, en það er með greinilegri rithönd Sæmundar, svo að vafalaust er hann höfundur þess, enda sver það sig í ætt við önnur kort hans. Það er varðveitt í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn.12 Merkt e. 8. júlí 1783 hófst mikill eldgangur að fjallabaki norðan Síðu, oft kenndur við fjallið Laka, sem er á þessum slóðum, en annars kunnastur með heitinu Skaftáreldar.13 Strax með haustskipum bárust fréttir til Danmerkur af eldgosinu, en vafalaust sumar ónákvæmari en skyldi. Með frásagnir þessar að undirstöðu setti Sæmundur saman bók um atburðina, og var hún prentuð á dönsku í Kaupmannahöfn 1784, og þýzk gerð hennar birtist svo litlu síðar.14 Báðum útgáfunum fylgja tveir uppdrættir, prentaðir eftir sömu myndamótum. Sæmundur auðkennir kortin með bókstöfunum A og B, og verður þeirri aðgreiningu haldið hér á eftir. 6. A. S. M. Holm del. C. F. Miiller sculp. (38.5X23.3). Kortið spannar svæðið frá Kúðafljóti austur að Núpsvötnum og Lómagnúpi. Því er ætlað að sýna, hvernig þessar sveitir, sem síðar voru herjaðar af eldinum, litu út áður en náttúruhamfarirnar hófust. 7. B. En deel af Vestre Skaptafells Syssel paa Island. S. M. Holm del. (42.3X53.3). Kortið er þannig nokkru stærra en A og nær frá Múlakvísl austur fyrir Öræfajökul. Því er ætlað að sýna, hve mikill hluti héraðsins hvarf undir hraunstorku eldfljótsins. Kortið er markað upphafsstöfum A-L, og fylgja því skýringar, „Forklaring over Kortet B“. Sæmundur segir sjálfur um kortin, að þau séu „uddragne af det (Chart) jeg for- fœrdigede paa Island, ejter det nóieste Maal og Situationens rigtigste Beskaffenhed,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.