Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Page 144

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Page 144
144 SÆMUNDUR MAGNÚSSON HÓLM OG KORTAGERÐ HANS eldgang á Kverkfjallasvæðinu. Um víðáttu og breidd Vatnajökuls hafði Sæmundur enga hugmynd fremur en aðrir samtíðarmenn hans. Hann gat því vel hugsað sér norðurbrún jökulsins ekki allfjærri Oræfajökli. 2. Skaptár Jökull (45.7X35.9; 40.5 X30.4). Kortið sýnir jökulinn, sem Sæmundur hugði, eins og fleiri um þær mundir, að væri sérstakur breði, skilinn frá meginjökl- inum. Auk jökulsins sjálfs spannar kortið öræfin suðvestan hans og sýnir hinar sér- kennilegu liugmyndir Sæmundar um vatnasvið á þessum slóðum, sem síðar verður komið að. Báðar gerðir kortsins eru örugglega gerðar fyrir Skaftárelda. 3. Súla (45.2X35.5; 40.5X30.6). Kortið nær yfir Skeiðarársand, vestur um Lóma- gnúp og upp að Vatnajökli. Sæmundur segir, að Súla hafi gosið árið 1774, og á hann þar ugglaust við Skeiðarárhlaup. Af ártalinu má ráða, að kortin séu frá árunum 1774- 1783. 4. Hekla (46.8X35.8). Kortið er aðeins í 1088 b, eins og fyrr segir, og sýnir svæðið vestan og norðan fjallsins frá Rangárbotnum norður fyrir Tungnaá og spottakorn vestur fyrir Þjórsá. „Fieldet har sit Navn aj Snœ, hvor med dets Top stedse er bedœk- ket“ segir Sæmundur og fræðir okkur á því, að eldgosið 1766 hafi staðið í fimm ár. 5. Kötlugiá (47.7X35.8; 41.8X31.5). Kortið er af umhverfi Kötlujökuls austur og suður yfir Mýrdalssand. Auk þess sér til nafnlausra fjalla norðan jökulsins, sennilega Einhyrnings og annarra fjalla á þeim slóðum. A Mýrdalssandi eru miklar og háar jakahrannir. Sæmundur heldur, að Kötlugjá sé ekki í jöklinum sjálfum, heldur við rætur hans, „ved Rodderne aj bemelle Jökel (þ. e. Mýrdalsjökul), er et Riftt eller Gab, den saa kaldte Kötlugia“. Sæmundur lýsir eldgosinu 1755, og er sú frásögn öll harla stórfengleg. Hann segir, að á milli gosa líði venjulega 30-35 ár, og megi menn nú vænta þess, að Katla fari af stað á ný. 6. 0rœja Jpkull (40.3X30.6). Kortið er aðeins í 1094, og það spannar svæðið frá Skeiðarársandi vestanverðum austur fyrir Ingólfshöfða. Það er gert af miklum van- efnum, enda hefur Sæmundur auðsjáanlega verið alókunnugur á þeim slóðum, sem hann er að burðast við að lýsa. Þó hefur hann haft hugmynd um áhrif fjallanna á veðurlag, því að hann segir um Oræfasveit: „Det er at mœrke, at naar Vinden er fra Nordvest, jpler man at den er lunken naar der blœser fra Fieldet af og skipnt der er den skarpeste Frost, da optpes Snœen ved Hnappevalle om Vinter. Kaldes Fielde Toppens Tpe (Hnuka J)eir).“ Öll kort Sæmundar eru með miklum vanköntum. Ofanvarp er þar í rauninni ekkert, og hvergi verður séð, að hann hafi kunnað neitt til landmælinga. Kortin virðast gerð eftir áætluðum vegalengdum, sem var forn aðferð og þótti raunar góð og gild fram undir daga Sæmundar og raunar lengi síðan. Þannig eru t. a. m. ýmsir þættir í korti Björns Gunnlaugssonar unnir. Suðurströndin frá ósum Ölfusár að Skeiðará er alltof bein. Strandlengjan sveigist aðeins lítilsháttar til suðurs milli endapunkta kortanna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.