Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Side 147

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Side 147
SÆMUNDUR MAGNÚSSON HÓLM OG KORTAGERtí HANS 147 fjarstæða. Þegar Mælifellssandur er undanskilinn, eru þar víða grösug afréttarlönd. Ekki bendir það til mikilla staðkynna, að Sæmundur sleppir jafn sérkennilegu fjalli og Stórsúlu á Rangvellingaafrétti, en undir því lá leið hans, hefði hann farið Fjalla- baksveg. Hann nefnir raunar Einhyrning, Mælifell, Strút (Skialdmeyar Strutur) og Torfajökul, en öll þau fjöll eru eða blasa við af austurhluta leiðarinnar, afrétti Skaft- fellinga. Vestar getur hann aðeins um Tindfjallajökul, sem blasir við af byggða- leiðum, og Laufafell á einu korti (e). Þegar norðar dregur, í námunda við núverandi Landmannaleið, rennur allt inn í þoku fyrir kortagerðarmanninum. Þar kann hann að nefna Blaufiall (B), Bláfiöll (b og e), Fiskivötn (öll nema d og A), Syðri- og Nyrðri-Ófæru (a, b, e og A). Þá nefnir hann ennfremur Löðmund og Námið eða Námsfiöll (c og B). Eins og áður var frá skýrt, býr Sæmundur til eldfjall í jöklinum norður af Skeiðar- ársandi, sem hann nefnir Súlu (b, c, d, e og B).24 Sæmundur segir, að fjögur stórfljót hafi sameiginlega uppsprettu í Skaftárjökli vestanverðum. Þau eru Jökulsá í Axarfirði, Tungnaá, Skaftá og Hverfisfljót. Þá segir hann ennfremur, að þau skiptist um stein, ,,hvor Udspringet var, paa en Sand-0demark. . . . som nœsten blev overgydet af Vand undertiden, og kastedes da Vandet meer til den ene Flod end den anden imellem, hvilket kunde mœrkes i Bygdelaved, hvor de Ipb igien- nem“,23 Sæmundur virðist helzt gera sér í hugarlund, að hlaup, sem stundum koma í sum þessara fljóta, stafi af misrennsli við steininn, svo að vatnið skiptist ekki ævin- lega á einn veg milli ánna. Sú hugmynd virðist eiga sér fornar rætur, að ein séu upptök Hverfisfljóts, Skaftár og Tungnaár. í staðfræðitíningi Árna Magnússonar segir svo frá þessu: „Ur Gríms- vötnum meinast sín upptök að hafa Skaptá, er þaðan falli til útsuðurs, Tuná, er falli til útnorðurs og rennur vestur í Þjórsá, Hverfisfljótið, er renni þaðan til landssuðurs.11 En svo bætir Árni við, eins og einhver efi læðist að honum: „Úr Síðujökli hafa allar þessar sín upptök.“-G Augljóst er, að sagnir af þessu tagi hafa gengið manna á milli, þótt ekki sé vitað, að nokkur maður hafi farið um þessar slóðir á síðari tímum og fram yfir miðja 19. öld. Á öðrum stað segir Árni: „Skaptá og Tuná eru eitt vatn, þar þær koma úr jöklinum, kljúfast um einn sandhrygg og renna báðar fyrir sunnan Fiskivötn, renna saman hérum einahálfaþingmannaleið í vestur útsuður. SíðanSkaptáí suður, Tuná í vestur og Þjórsá.- 1 Hér eru árnar raunar ekki nema tvær í stað þriggja. Sveinn Pálsson segir, að það séu algeng munnmæli, sem hann trúir þó varla, að árnar þrjár hafi sameiginlega uppsprettu. Hann vogar sér ekki að ganga í berhögg við sagn- irnar og fylgir þeim á korti sínu af gosstöðvum Skaftárelda.28 Slíkt hið sama gerir Magnús Stephensen á uppdrætti, er fylgir riti hans um sama efni.2a I lok 18. aldar voru uppi sagnir, er hnigu í svipaða átt og gera ráð fyrir sameiginlegu útfalli þriggja fljóta undan jöklinum.30 Sæmundur er hins vegar einn um að hafa þær fjórar. Þótt skammt sé á milli upptaka þriggja ánna, eru þau aðskilin af fjallgörðum, sem ganga inn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.