Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Page 147
SÆMUNDUR MAGNÚSSON HÓLM OG KORTAGERtí HANS 147
fjarstæða. Þegar Mælifellssandur er undanskilinn, eru þar víða grösug afréttarlönd.
Ekki bendir það til mikilla staðkynna, að Sæmundur sleppir jafn sérkennilegu fjalli
og Stórsúlu á Rangvellingaafrétti, en undir því lá leið hans, hefði hann farið Fjalla-
baksveg. Hann nefnir raunar Einhyrning, Mælifell, Strút (Skialdmeyar Strutur) og
Torfajökul, en öll þau fjöll eru eða blasa við af austurhluta leiðarinnar, afrétti Skaft-
fellinga. Vestar getur hann aðeins um Tindfjallajökul, sem blasir við af byggða-
leiðum, og Laufafell á einu korti (e). Þegar norðar dregur, í námunda við núverandi
Landmannaleið, rennur allt inn í þoku fyrir kortagerðarmanninum. Þar kann hann
að nefna Blaufiall (B), Bláfiöll (b og e), Fiskivötn (öll nema d og A), Syðri- og
Nyrðri-Ófæru (a, b, e og A). Þá nefnir hann ennfremur Löðmund og Námið eða
Námsfiöll (c og B).
Eins og áður var frá skýrt, býr Sæmundur til eldfjall í jöklinum norður af Skeiðar-
ársandi, sem hann nefnir Súlu (b, c, d, e og B).24
Sæmundur segir, að fjögur stórfljót hafi sameiginlega uppsprettu í Skaftárjökli
vestanverðum. Þau eru Jökulsá í Axarfirði, Tungnaá, Skaftá og Hverfisfljót. Þá segir
hann ennfremur, að þau skiptist um stein, ,,hvor Udspringet var, paa en Sand-0demark.
. . . som nœsten blev overgydet af Vand undertiden, og kastedes da Vandet meer til den
ene Flod end den anden imellem, hvilket kunde mœrkes i Bygdelaved, hvor de Ipb igien-
nem“,23 Sæmundur virðist helzt gera sér í hugarlund, að hlaup, sem stundum koma
í sum þessara fljóta, stafi af misrennsli við steininn, svo að vatnið skiptist ekki ævin-
lega á einn veg milli ánna.
Sú hugmynd virðist eiga sér fornar rætur, að ein séu upptök Hverfisfljóts, Skaftár
og Tungnaár. í staðfræðitíningi Árna Magnússonar segir svo frá þessu: „Ur Gríms-
vötnum meinast sín upptök að hafa Skaptá, er þaðan falli til útsuðurs, Tuná, er falli
til útnorðurs og rennur vestur í Þjórsá, Hverfisfljótið, er renni þaðan til landssuðurs.11
En svo bætir Árni við, eins og einhver efi læðist að honum: „Úr Síðujökli hafa allar
þessar sín upptök.“-G Augljóst er, að sagnir af þessu tagi hafa gengið manna á milli,
þótt ekki sé vitað, að nokkur maður hafi farið um þessar slóðir á síðari tímum og
fram yfir miðja 19. öld. Á öðrum stað segir Árni: „Skaptá og Tuná eru eitt vatn,
þar þær koma úr jöklinum, kljúfast um einn sandhrygg og renna báðar fyrir sunnan
Fiskivötn, renna saman hérum einahálfaþingmannaleið í vestur útsuður. SíðanSkaptáí
suður, Tuná í vestur og Þjórsá.- 1 Hér eru árnar raunar ekki nema tvær í stað þriggja.
Sveinn Pálsson segir, að það séu algeng munnmæli, sem hann trúir þó varla, að árnar
þrjár hafi sameiginlega uppsprettu. Hann vogar sér ekki að ganga í berhögg við sagn-
irnar og fylgir þeim á korti sínu af gosstöðvum Skaftárelda.28 Slíkt hið sama gerir
Magnús Stephensen á uppdrætti, er fylgir riti hans um sama efni.2a I lok 18. aldar voru
uppi sagnir, er hnigu í svipaða átt og gera ráð fyrir sameiginlegu útfalli þriggja fljóta
undan jöklinum.30 Sæmundur er hins vegar einn um að hafa þær fjórar. Þótt skammt
sé á milli upptaka þriggja ánna, eru þau aðskilin af fjallgörðum, sem ganga inn