Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Síða 148

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Síða 148
148 SÆMUNDUR MAGNÚSSON HÓLM OG KORTAGERÐ HANS undir jökulinn. Á korti Björns Gunnlaugssonar eimir enn eftir af þessu. Af því virðist helzt mega ráða, að hann hafi trúað á þessa sameiginlegu uppsprettu eða að skammt væri á milli þeirra. Björn kom aldrei á þessar slóðir. Þegar litið er á kort Sæmundar, virðist enginn efi hvarfla að honum, að Jökulsá í Axarfirði eigi sameiginlegt útfall í Skaftárjökli með hinum fljótunum. Á kortinu af jöklinum í Ny kgl. saml. 1094 fol. nefnist áin raunar Jökulsá í Lóni, en sennilega eru það einhver mistök. Þetta má beinlínis ráða af öllum kortum hans nema a og B. Á a-kortinu er þó markað fyrir ánni, en nafnið vantar, en á B-kortinu er hún horfin undir hraunstorku Skaftárelda. Af lesmálstexta c-kortsins virðist mega ráða, að á kort- inu, sem honum fylgdi, hafi þetta verið á sama hátt. Fáir hafa gefið kortum Sæmundar verulegan gaum, enda hafa þau verið litt kunn og lítilsmetin. Eitt atriði þeirra hefur þó orðið umræðu- og jafnvel deiluefni, en það eru óljósar og ruglingslegar hugmyndir hans um Fiskivötn sunnan Tungnaár. Orsökin er sú, að vatnanna er getið á tveimur stöðum í Njálu. I annað sinn, þegar Flosi reið að austan til Njálsbrennu, en í hitt skiptið, þegar brennumönnum var veitt eftirför að brennu lokinni.31 í báðum þessum ferðum liggur leiðin um Mælifellssand, norðan Mýrdalsjökuls, og farið er hjá eða að Fiskivötnum. En þau eru í h. u. b. 30 km fjarska fyrir norðan Tungnaá og yfir tvo ef ekki þrjá fjallgarða að fara. Mönnum hefur að vonum þótt þetta einkennilegt ferðalag og með fullum ólíkindum, enda hefur ýmsum dottið í hug, að hér bresti eitthvað á staðkynni Njáluhöfundar. Oðrum er svo sárt um sannfræði bókarinnar, að þeir mega ekki til þess hugsa, að höfundi hennar skjöplist, jafnvel í svo lítilvægu atriði sem þessu. Fiskivötn Njálu hlutu að leynast þarna einhvers staðar eða að minnsta kosti að hafa verið þar á dögum sögunnar, hvað sem síðar kynni að hafa orðið af þeim í eldgangi og gjóskuhríðum liðinna alda. Og hér kemur Sæmundur Hólm til skjalanna og hleypur í skrápana fyrir hina bókföstu. Kortin í bók Sæmundar um Skaftárelda voru hin einu, er menn þekktu frá hans hendi, þegar ágreiningur þessi reis fyrst. A-kortið náði ekki svo langt vestur, að Fiski- vatna væri þar að vænta, en á B-kortinu er stórt stöðuvatn með nokkrum minni í kring. Við þau stóð heitið Fiskivötn. Þau voru spottakorn fyrir sunnan Tungnaá, norð- vestan undir Bláfjalli og ekki ýkja langt frá leið um Mælifellssand. Skammt fyrir suð- austan Fiskivötn, austurundir Skaftáreldahrauni, eru svo nokkur minni vötn, sem Sæ- mundur nefnir Álftavötn. Hann getur þeirra fyrst í lesmálstexta glataða kortsins (c). Á sumum öðrum kortum Sæmundar eru nafnlaus vötn á svipuðum slóðum. Hér rann upp ljós fyrir bókfestumönnum. Sigurður Vigfússon komst að þeirri nið- urstöðu, að Fiskivötn Sæmundar væru í rauninni þar sem nú eru Álftavötn, norðvestan undir Bláfjalli. Þau hefðu á dögum Sæmundar borið þetta nafn og áttu ekkert skylt við samnefnd vötn norðan Tungnaár, sem þar að auki hétu fremur Veiðivötn. Állta- vötn hafa horfið í sandfok og gjósku síðan á dvalarárum Sæmundar þar eystra og þá líklega helzt í sambandi við Skaftár- eða Kötluelda. Fiskivötn undir Bláfjalli sættu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.