Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Qupperneq 149

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Qupperneq 149
SÆMUNDUR MAGNÚSSON HÓLM OG KORTAGERÐ HANS 149 svipuðum örlögum, en í minna mæli, svo að litlar tjarnir slórðu af. Þegar hér var komið, færðist Alftavatnanafnið yfir á Fiskivötn Sæmundar, og hið fyrra nafn þeirra gleymdist.32 Með þessari hagleikssmíði var heiðri Njáluhöfundar borgið. Hann vissi, hvað hann var að fara, þegar hann sagði frá Fiskivatnaferð Flosa og eftirleitarmannanna. Sagan og landshættir féllust í faðma. Ýmsir hafa goldið Sigurði samkvæði og talið tilgátu hans, eða raunar fremur full- yrðingu, sennilega ef ekki beinlínis örugga, án þess að slá verulega nýjum stoðum undir málstaðinn eða leggja fram ný gögn önnur en fleiri af kortum Sæmundar. Þau sanna vitanlega ekkert annað en það, að Sæmundur taldi sig vita af Fiskivötnum sunn- an Tungnaár. Þau létu ekkert uppi um, hvort önnur Fiskivötn kynnu að vera einhvers staðar, t. a. m. í óbyggðunum fyrir norðan Tungnaá.33 Aðrir hafa svo talið, að Fiskivötn og Álftavötn hafi alltaf verið á sínum stað, norð- an Tungnaár og í Álftavatnskrók við Bláfjall. Höfundur Njálu hafi ekki verið nægi- lega kunnugur á Fjallabaksvegi og óljóst um legu Fiskivatna. Sæmundur hafi verið seldur undir sömu sök. Hann vissi af Fiskivötnum og Álftavötnum einhvers staðar norður á fjöllum, en ekki nákvæmlega, hvar þau voru. '4 Nú skal þess freistað að fara nokkru rækilegar í saumana um hugmyndir manna um Fiskivötn eða Veiðivötn, sem þau eru nú oftast nefnd. A síðari öldum mun þeirra fyrst getið á íslandskorti Guðbrands biskups í gerðum þeirra Orteliusar (Fiske nottn) og Mercators (Fiski nottn eða Fiski nottu). Þau eru fjögur og í nær beinni línu frá norðri til suðurs með afrennsli í þverá Skaftár, sem gæti verið Tungufljót eða Hólmsá. Tungnaá er ekki tekin með, og vötnin eru skammt frá byggð, t. a. m. frá Kirkjubæjar- klaustri. Á kortum Johannesar Mejers (um 1650) og Þórðar biskups Þorlákssonar er sami háttur á hafður með litlum brevtingum, en vötnin færð ívið lengra inn í landið. Á kortinu frá 1670 hefur þeim verið fækkað niður í þrjú. Afrennsli þeirra er Kúða- fljót. Á íslandskorti Van Keulen, Het Eyland Ysland in ’t Groot, í sjókortasafni hans 1728, eru vötnin (Fiskinottu) á svipuðum slóðum, og rennur kvísl úr þeim í Skaptá. Þótt þetta fari ekki fjarri hugmyndum Sæmundar, er þó ekki vert að gera því á fæt- urna, að hér sé um önnur Fiskivötn að ræða en vötnin á Landmannaafrétti norðan Tungnaár. Þegar byggðum sleppir, er Guðbrandur fjarska ófróður um alla landshætti, og Mejer, Þórður biskup og Van Keulen fylgja honum, án þess að hafa nokkuð veru- legt til málanna að leggja. Alla skortir þá handfestu, og ágizkanir verða eina úrræðið. Það er ekki fyrr en á korti Knoffs af Skaftafellssýslu, að Fiskivötn komast á sæmi- lega réttar slóðir, og þar eru þau líka á íslandskorti hans 1734. Hvorugt þessara korta var birt að sinni. A korti Horrebows eru þau sýnd nafnlaus fyrir norðan nafnlausa Tungnaá, og var því ekki kippt í liðinn fyrr en á Homanns-kortinu 1761 og síðar á kortum þeim, er fylgdu Ferðabókum Eggerts og Bjarna (1772) og Olaviusar (1780). Hér að framan hefur verið freistað að draga nót að því, að Sæmundur hafi gert öll sín kort eftir frumgerðinni frá 1770, áður en hann átti kost nýrri korta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.