Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Qupperneq 159
HANDRITASAFN EINARS CUÐMUNDSSONAR Á REYÐARFIRÐI 159
rit, sem Árni hefur átt hlut að (Lbs. 3023 og 3024, 4to), og í öðru þeirra (Lbs.
3024, 4to) eru einmitt skrifaðir vísnaflokkar um hest í eigu Árna. Bæði þessi
handrit lentu vestur um haf, en var beint heim að nýju og lentu hér á safninu fyrir
tilstuðlan Arna Bjarnarsonar hóksala á Akureyri. Sveinbjörn sonur Árna á Oddsstöð-
um fór til Vesturheims seint á síðustu öld, en nokkrum árum áður, 1884-1885, þá
kornungur, skrifaði hann á kver (Lhs. 3911, 8vo), sem nú skilar sér í safni Einars,
sögu af Amlet kóngssyni (brot), Jóhönnuraunir séra Snorra að Húsafelli, sögu af Al-
bertó sterka og Ásmundi kóngi og rímur af Selikó og Berissu eftir Hallgrím Jónsson
„lækni'k Svo er að sjá, að Árni hafi stungið niður penna syni sínum til hjálpar, og
aftast í kverinu eru vísur eftir Einar Jónsson á Elínarhöfða um skjóttan hest, sem
Árni átti. Samferða sagnaritunum tveimur vestan um haf var þriðja sagnahandritið
(Lbs. 3025, 4to), sem einnig hefur verið í eigu Árna á Oddsstöðum, en er skrifað af
Gísla Hinrikssyni kennara í Akraneshreppi, þeim hinum sama Gísla og skrifaði Skipa
skagaannál (Lbs. 3008, 4to) og sagnir af Beina-Þorvaldi og Stefáni syni hans (Lbs.
3009, 4to) og sagður er hafa ort rímur af Þorsteini Víkingssyni (Lbs. 2877, 8vo). Hér
í safni Einars koma svo upp tvö kver með hendi Gísla, annað (Lbs. 3852, 8vo) með
rímum af Hervöru eftir Gísla Konráðsson og rímum af Álaflekk eftir Lýð Jónsson og
hitt (Lbs. 3895, 8vo) með rímum af Valdimar og Sveini og bardaga á Grataheiði eftir
Sigurð Breiðfjörð, auk þess sem Gísli lýkur hér við sögu af Geirmundi og Gosiló (Lbs.
3935, 8vo), sem Einar Sigurðsson á Gullberastöðum byrjaði að skrifa 1880. Gullbera-
staðir eru næsti bær við Oddsstaði. Svona liggja Jrræðirnir.
Norðan úr Svarfaðardal eru tvö kver ættuð, bæði með hendi Eiríks Pálssonar á
Uppsölum, Prjóna-Eiríks eða Eiríks prjónara, eins og sumir nefndu hann. Á öðru
þeirra (Lbs. 3891, 8vo), sem er skrifað á árunum 1869-1873, eru rímur af Tistran
og Indíönu eftir Níels Jónsson skálda, en hinu (Lbs. 3905, 8vo) frá árinu 1869 rímur
af Kiða-Þorbirni eftir séra Þorstein Jónsson að Dvergasteini. Var ])ó Eiríki tamara
að skrifa eigin kveðskap en annarra, því að hann orti a. m. k. fjórlán rímnaflokka,
sem flestir eru til í eiginhandarriti hans í Landsbókasafni, auk annars kveðskapar. Af
sömu slóðum koma rímur af Búa Andríðssyni (Lbs. 3880, 8vo) eftir Jón Hallgrímsson
að Karlsá á Ufsaströnd, en hafa verið í eigu Hallgríms Sigurðssonar á Melum í Svarf-
aðardal.
Eyfirðingar eiga líka sinn fulltrúa meðal ritaranna, Ölaf Eyjólfsson á Syðra-Lauga-
landi (1787-1848), sem hefur skrifað á lítið kver (Lbs. 3096, 8vo) háðgælur Grobbí-
ans bónda og hústrú Gribbu, skötuhjú, sem áttu sitt rúm áður í allmörgum handritum
í safninu. Ólafur var ágætur skrifari og dugmikill, og á Landsbókasafn nokkra tugi
handrita með hans hendi, sum mjög lík að ytri gerð og þetta litla háðgælukver. Eink-
um lagði Ólafur sig eftir að skrifa upp kveðskap mágs síns, Sigfúsar Jónssonar dbrm.,
og var Jjað töluvert handtak, því að Sigfús orti mikið af rímum og kvæðum, svo sem
kunnugt er.
Hér getur að líta kver (Lbs. 3893, 8vo) með rímum af Andra jarli eftir Sigurð