Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Síða 159

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Síða 159
HANDRITASAFN EINARS CUÐMUNDSSONAR Á REYÐARFIRÐI 159 rit, sem Árni hefur átt hlut að (Lbs. 3023 og 3024, 4to), og í öðru þeirra (Lbs. 3024, 4to) eru einmitt skrifaðir vísnaflokkar um hest í eigu Árna. Bæði þessi handrit lentu vestur um haf, en var beint heim að nýju og lentu hér á safninu fyrir tilstuðlan Arna Bjarnarsonar hóksala á Akureyri. Sveinbjörn sonur Árna á Oddsstöð- um fór til Vesturheims seint á síðustu öld, en nokkrum árum áður, 1884-1885, þá kornungur, skrifaði hann á kver (Lhs. 3911, 8vo), sem nú skilar sér í safni Einars, sögu af Amlet kóngssyni (brot), Jóhönnuraunir séra Snorra að Húsafelli, sögu af Al- bertó sterka og Ásmundi kóngi og rímur af Selikó og Berissu eftir Hallgrím Jónsson „lækni'k Svo er að sjá, að Árni hafi stungið niður penna syni sínum til hjálpar, og aftast í kverinu eru vísur eftir Einar Jónsson á Elínarhöfða um skjóttan hest, sem Árni átti. Samferða sagnaritunum tveimur vestan um haf var þriðja sagnahandritið (Lbs. 3025, 4to), sem einnig hefur verið í eigu Árna á Oddsstöðum, en er skrifað af Gísla Hinrikssyni kennara í Akraneshreppi, þeim hinum sama Gísla og skrifaði Skipa skagaannál (Lbs. 3008, 4to) og sagnir af Beina-Þorvaldi og Stefáni syni hans (Lbs. 3009, 4to) og sagður er hafa ort rímur af Þorsteini Víkingssyni (Lbs. 2877, 8vo). Hér í safni Einars koma svo upp tvö kver með hendi Gísla, annað (Lbs. 3852, 8vo) með rímum af Hervöru eftir Gísla Konráðsson og rímum af Álaflekk eftir Lýð Jónsson og hitt (Lbs. 3895, 8vo) með rímum af Valdimar og Sveini og bardaga á Grataheiði eftir Sigurð Breiðfjörð, auk þess sem Gísli lýkur hér við sögu af Geirmundi og Gosiló (Lbs. 3935, 8vo), sem Einar Sigurðsson á Gullberastöðum byrjaði að skrifa 1880. Gullbera- staðir eru næsti bær við Oddsstaði. Svona liggja Jrræðirnir. Norðan úr Svarfaðardal eru tvö kver ættuð, bæði með hendi Eiríks Pálssonar á Uppsölum, Prjóna-Eiríks eða Eiríks prjónara, eins og sumir nefndu hann. Á öðru þeirra (Lbs. 3891, 8vo), sem er skrifað á árunum 1869-1873, eru rímur af Tistran og Indíönu eftir Níels Jónsson skálda, en hinu (Lbs. 3905, 8vo) frá árinu 1869 rímur af Kiða-Þorbirni eftir séra Þorstein Jónsson að Dvergasteini. Var ])ó Eiríki tamara að skrifa eigin kveðskap en annarra, því að hann orti a. m. k. fjórlán rímnaflokka, sem flestir eru til í eiginhandarriti hans í Landsbókasafni, auk annars kveðskapar. Af sömu slóðum koma rímur af Búa Andríðssyni (Lbs. 3880, 8vo) eftir Jón Hallgrímsson að Karlsá á Ufsaströnd, en hafa verið í eigu Hallgríms Sigurðssonar á Melum í Svarf- aðardal. Eyfirðingar eiga líka sinn fulltrúa meðal ritaranna, Ölaf Eyjólfsson á Syðra-Lauga- landi (1787-1848), sem hefur skrifað á lítið kver (Lbs. 3096, 8vo) háðgælur Grobbí- ans bónda og hústrú Gribbu, skötuhjú, sem áttu sitt rúm áður í allmörgum handritum í safninu. Ólafur var ágætur skrifari og dugmikill, og á Landsbókasafn nokkra tugi handrita með hans hendi, sum mjög lík að ytri gerð og þetta litla háðgælukver. Eink- um lagði Ólafur sig eftir að skrifa upp kveðskap mágs síns, Sigfúsar Jónssonar dbrm., og var Jjað töluvert handtak, því að Sigfús orti mikið af rímum og kvæðum, svo sem kunnugt er. Hér getur að líta kver (Lbs. 3893, 8vo) með rímum af Andra jarli eftir Sigurð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.