Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Side 160
160 HANDRITASAFN EINARS GUÐMUNDSSONAR Á REYÐARFIRDI
blind og Gísla Konráðsson sagnaritara, með hendi Sighvats Einarssonar í Skálakoti
undir Eyjafjöllum, skrifað á árunum 1820-1825. I handritasafninu voru fyrir tvö
handrit með hendi Sighvats (J.S. 101 og 223, 8vo) og hið þriðja, sem hann hefur
skrifað ásamt öðrum (ÍB. 309, 4to). Þessi fjögur handrit eru skrifuð á árunum 1779-
1829, fimmtíu ára skeiði, svo að líklegt er, að Sighvatur hafi skrifað eða átt hlut að
miklu fleiri handritum. Handritin þrjú í átta blaða brotinu eru öll í skinnbandi með
tréspjöldum, mjög áþekk að gerð og hafa áreiðanlega einhvern tíma legið saman á
syllu í Skálakoti. Á fremra skjólblaði Lhs. 3893, 8vo, er þessi vísa eftir Jón Torfa-
bróður, sem var í Neðridal undir Eyjafjöllum um líkt leyti og Sighvatur skrifaði hand-
ritið:
Ofan datt, en ekki dó,
ekki er að tvíla kallinn;
Þórdís haus að þjói dró,
þegar ég lá fallinn.
Ekki veit ég, hvort áhugi Dalamanna á fornum sögum hefur verið meiri en annarra
íslendinga, en einn af mikilvirkustu sagnaskrifurum á síðari hluta 19. aldar og fram á
20. öld var Magnús Jónsson í Tjaldanesi í Saurbæ. Sveitungi hans nokkrum árum eldri
var Guðbrandur Sturlaugsson í Hvítadal, sem einnig var drjúgur skrifari, og fékk
Magnús handrit lánuð hjá Guðbrandi til þess að skrifa eftir. I Einarssafni eru þrjú
handrit, sem Guðbrandur hefur skrifað að mestu (Lbs. 4484^4486, 4to). Áður átti
Landsbókasafn að minnsta kosti fjögur sagnahandrit með hans hendi (Lbs. 1602, 1618,
3068 og 3192, 4to).
í Lbs. 4484, 4to fara hinir föngulegustu kappar: Viktor og Bláus, Vilhjálmur sjóður,
Jarlmann og Hermann, Ulfur Uggason, Nilulás leikari og Hringur og Tryggvi. í Lbs.
4485, 4to er að finna ýmsa sagnaþætti frá tímum ritarans og eftir hann, en þar er líka
þessi fríða fylking: Lykla-Pétur og Magelóna hin fagra, Ambrósíus og Rósamunda,
Randver fagri, Sigurður fótur og Ásmundur kóngur, Reinald og Rósa, Sigurður snar-
fari, Ormur Fróðmarsson, Úlfhamar Hálfdanarson, Álaflekkur kóngur og síðast, en
ekki sízt, Agnar Hróarsson, en söguna af honum hefur ritari sjálfur sett saman eftir
rímum Árna Böðvarssonar á Ökrum. Á jrriðja handritið er svo skrifuð Danasaga Saxa
hins fróða í þýðingu Gísla Konráðssonar sagnaritara og aftan við hana svona sem
aukageta nokkrir sagnaþættir og þáttur af Kristófer Kolumbusi.
Og hér hefur skolað á land lúnu kvæðakveri (Lbs. 3912, 8vo) með ritlipurri hendi
Halldórs Mála-Davíðssonar, sem fór víða um sveitir. Það bætist í hóp milli 10 og 20
handrita, sem vitað er um, að til séu með hans hendi hér í Landsbókasafni. Titilblað
vantar á kverið, svo að ekki verður úr því skorið, hvort Halldór hefur litskreytt það
af jafnmikilli nostursemi og titilblöð og upphafsstafi sumra annarra handrita, sem
hann hefur skrifað. Þetta handrit skrifar hann liðlega tvítugur að aldri, árið 1814, en
sum handrita hans eru skrifuð fyrr. í grein, sem Jóhann Gunnar Ólafsson fyrrum