Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Síða 160

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Síða 160
160 HANDRITASAFN EINARS GUÐMUNDSSONAR Á REYÐARFIRDI blind og Gísla Konráðsson sagnaritara, með hendi Sighvats Einarssonar í Skálakoti undir Eyjafjöllum, skrifað á árunum 1820-1825. I handritasafninu voru fyrir tvö handrit með hendi Sighvats (J.S. 101 og 223, 8vo) og hið þriðja, sem hann hefur skrifað ásamt öðrum (ÍB. 309, 4to). Þessi fjögur handrit eru skrifuð á árunum 1779- 1829, fimmtíu ára skeiði, svo að líklegt er, að Sighvatur hafi skrifað eða átt hlut að miklu fleiri handritum. Handritin þrjú í átta blaða brotinu eru öll í skinnbandi með tréspjöldum, mjög áþekk að gerð og hafa áreiðanlega einhvern tíma legið saman á syllu í Skálakoti. Á fremra skjólblaði Lhs. 3893, 8vo, er þessi vísa eftir Jón Torfa- bróður, sem var í Neðridal undir Eyjafjöllum um líkt leyti og Sighvatur skrifaði hand- ritið: Ofan datt, en ekki dó, ekki er að tvíla kallinn; Þórdís haus að þjói dró, þegar ég lá fallinn. Ekki veit ég, hvort áhugi Dalamanna á fornum sögum hefur verið meiri en annarra íslendinga, en einn af mikilvirkustu sagnaskrifurum á síðari hluta 19. aldar og fram á 20. öld var Magnús Jónsson í Tjaldanesi í Saurbæ. Sveitungi hans nokkrum árum eldri var Guðbrandur Sturlaugsson í Hvítadal, sem einnig var drjúgur skrifari, og fékk Magnús handrit lánuð hjá Guðbrandi til þess að skrifa eftir. I Einarssafni eru þrjú handrit, sem Guðbrandur hefur skrifað að mestu (Lbs. 4484^4486, 4to). Áður átti Landsbókasafn að minnsta kosti fjögur sagnahandrit með hans hendi (Lbs. 1602, 1618, 3068 og 3192, 4to). í Lbs. 4484, 4to fara hinir föngulegustu kappar: Viktor og Bláus, Vilhjálmur sjóður, Jarlmann og Hermann, Ulfur Uggason, Nilulás leikari og Hringur og Tryggvi. í Lbs. 4485, 4to er að finna ýmsa sagnaþætti frá tímum ritarans og eftir hann, en þar er líka þessi fríða fylking: Lykla-Pétur og Magelóna hin fagra, Ambrósíus og Rósamunda, Randver fagri, Sigurður fótur og Ásmundur kóngur, Reinald og Rósa, Sigurður snar- fari, Ormur Fróðmarsson, Úlfhamar Hálfdanarson, Álaflekkur kóngur og síðast, en ekki sízt, Agnar Hróarsson, en söguna af honum hefur ritari sjálfur sett saman eftir rímum Árna Böðvarssonar á Ökrum. Á jrriðja handritið er svo skrifuð Danasaga Saxa hins fróða í þýðingu Gísla Konráðssonar sagnaritara og aftan við hana svona sem aukageta nokkrir sagnaþættir og þáttur af Kristófer Kolumbusi. Og hér hefur skolað á land lúnu kvæðakveri (Lbs. 3912, 8vo) með ritlipurri hendi Halldórs Mála-Davíðssonar, sem fór víða um sveitir. Það bætist í hóp milli 10 og 20 handrita, sem vitað er um, að til séu með hans hendi hér í Landsbókasafni. Titilblað vantar á kverið, svo að ekki verður úr því skorið, hvort Halldór hefur litskreytt það af jafnmikilli nostursemi og titilblöð og upphafsstafi sumra annarra handrita, sem hann hefur skrifað. Þetta handrit skrifar hann liðlega tvítugur að aldri, árið 1814, en sum handrita hans eru skrifuð fyrr. í grein, sem Jóhann Gunnar Ólafsson fyrrum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.