Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Qupperneq 8

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Qupperneq 8
8 EINAR G. PÉTURSSON heimildir eru til um tvær bækur að auki. Vel hefðu þær getað verið fleiri.5 Eftirmaður Jóns Arasonar á biskupsstóli var Ólafur Hjaltason, sem sat þar á stóli 1552—1569. Hann hefur mjög goldið þess að vera biskup stuttan tíma milli þeirra höfuðskörunga Jóns Arasonar og Guðbrands Þorlákssonar. Einnig hefur Ólafur þótt fara gálauslega með fasteignir stólsins, en fyrirrennari hans og eftirmaður voru báðir miklir fésýslumenn. En hver var hlutur Ólafs í bókaútgáfu? Prentari sá sem Jón Arason biskup fékk til íslands hét Jón Matthíasson og var vegna ættlands síns kallaður hinn sænski. Hann varð prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi og þar var prentsmiðjan á biskupsárum Ólafs. Breviarium Holense var aftur á móti prentuð á Hólum. Nú eru varðveittar óheilar og í einu eintaki hvor, tvær bækur, sem Ólafur Hjaltason lét prenta. Báðar voru þessar bækur endur- prentaðar í ritröðinni Monumenta typographica Islandica, sem Ejnar Munksgaard í Kaupmannahöfn gaf út á 4. áratugnum. Fyrri bókin er: „Passío, það er píning vors herra Jesu Kristi í sex predikanir útskipt af Antonio Corvino.“ Oftast kölluð Passío Corvíns. Hún var prentuð 1559 og er elsta bók prentuð á íslandi og enn varðveitt. Það er undarleg tilviljun að á sama bæ, Breiðabólstað í Vesturhópi, var rituð fyrsta bókin, sem við vitum með vissu, að skrifuð hafi verið á íslandi, lögbókin Hafliðaskrá veturinn 1117-1118. Hin bókin kom út árið 1562 og hefur oft verið kölluð Guðspjallabók Ólafs Hjaltasonar. Kollekturnar úr þeirri bók, sumar a. m. k., voru oft endurprentaðar, seinast 1852.6 Heimildir eru að auki um tvær eða þrjár bækur sem glataðar eru. Arið 1729 segir Árni Magnússon, en hann skrifar um skaða sinn, að hjá sér hafi brunnið önnur bók eftir fyrrnefndan Corvín, og hafi hún verið prentuð nokkrum árum fyrri en Passío, en síðar skrifar Árni: „Fleiri bækur þenki eg séra Jón svenski hafi prentað á Breiðabólstað, 5 Besta skrá um íslenskar bækur frá 16. öld er enn skrá Halldórs Hermannssonar, sem nefnd er í 2. nmgr. Halldór samdi einnig framhald: Icelandic books of the seventeenth century, 1601-1700 (Islandica, 14). Viðbætur frá hendi Halldórs eru í Islandica, 29. Sjá einnig: Pétur Sigurðsson. „Sextándu og seytjándu aldar bækur íslenzkar. Viðaukar og athugasemdir við Islandica IX, XIV og XXIX.“ (Landsbókasafn íslands. Árbók. 9 (1952), s. 71-88). 6 Halldór Hermannsson. „Guðspjallabók Ólafs biskups Hjaltasonar.“ s. 43 (Gubspjallabók 1562. Bishop Ólafur Hjaltason’s Ritual. Facsimile edition with an introduction in English and Icelandic. Copenhagen 1933). Meir um bók þessa hefur skrifað: Magnús Már Lárusson. „Guðspjalla- bók Ólafs Hjaltasonar.“ (Landsbókasafn íslands. Árbók. 23 (1966), s. 199-228). Þar er prentað eftir handriti í Stokkhólmi næstum allt sem vantar í prentuðu bókina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.